„Costa del sol og Costa de la luz“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Salvor (spjall | framlög)
Salvor (spjall | framlög)
Lína 100:
 
'''Tengingin milli Alkemistans og Tarifa - syðsta odda Evrópu'''
[[Mynd:Paulo.JPG|thumb|left|Paulo höfundur Alkemistans í bókabúð]]
 
Margir kannast við skáldsöguna Alkemistann (O Alquimista) eftir brasilíska höfundinn Paulo Coelho sem kom fyrst út árið 1988 og hefur síðan verið þýdd á fjölmörg tungumál. En það var rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson sem þýddi söguna úr portúgölsku.Í bókinni segir frá piltinum Santíago sem hefur hætt í prestaskóla og gerst hjarðsveinn af því hann langar til svo mikið að ferðast. Skemmst er frá því að segja að hann dreymir sama drauminn aftur og aftur um að hans bíði fjársjóður. Seinna verður á vegi hans maður sem þekkir ævi hans liðna og ókomna og segir honum að hver maður eigi sinn:'' Örlagakost'' (Sjá:Bókmenntavefur Borgarbókasafnsins).
 
Strákurinn afræður að selja hjörð sína og fylgja draumi sínum á leiðarenda - allt til pýramíða Egyptalands. Hann hittir snemma í sögunni fyrir konung í [[W:en:Tarifa |Tarífa]] -og það er reglulega gaman að koma til Tarifa og sjá kastalann þar sem Santíago hitti konunginn. Tarifa er um þessar mundir vinsæll ferðamannastaður, sér í lagi meðal ungs fólsk sem hefur áhuga á vatnaíþróttum vegna þess að í Tarifa er mjög vindasamt - og þar mætast líka Atlantshaf og Miðjarðarhaf. Einnig eru hjólreiðar vinsælar í Tarifa. Við sjáum einkar vel yfir til Afríku þaðan, því það eru aðeins um 14 kílómetrar yfir sundið til Afríku!