„Costa del sol og Costa de la luz“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Salvor (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Salvor (spjall | framlög)
Lína 62:
 
Jú, þeir voru íbúar Magreb og síðar Íberíuskagans á miðöldum. Márar voru þannig að uppruna til Berbar, hirðingjar frá Vestur- og Norður-Afríku sem aðhylltust Íslam. Orðið kemur úr grísku: ''mauros'', sem merkir dökkur, og var það hugtak sem Rómverjar notuðu um íbúa Afríku. Landaheitin Máritanía og Marokkó eru dregin af sama orði.Árið 711 réðust Márar inn á Íberíuskagann og lögðu stærstan hluta hans undir sig á næstu átta árum. Þegar þeir reyndu að halda áfram yfir Pýreneafjöllin voru þeir stöðvaðir af Karli hamar í orrustunni við Tours árið 732. Landinu var skipt upp í mörg lén undir Kalífanum í Kordóba.Veldi Almóhada og Almoravída voru márísk (berbísk) stórveldi sem komu upp á 11. og 12. öld. Kristnu smáríkin sem lifðu af í norðvesturhluta Spánar juku smám saman við veldi sitt og árið 1212 náði bandalag þessara ríkja að reka múslimsku höfðingjana frá stærstum hluta landsins. Konungdæmið Granada var þó áfram múslímskt konungsríki til 1492 þegar þeir gáfust upp fyrir her Ferdinands og Ísabellu.
 
 
 
 
 
 
Lína 75 ⟶ 71:
á hálssinar óvinanna."
 
[[Mynd:Patio de los Arrayanes.jpg|thumb|left]]
 
'''ALHAMBRAHÖLLIN í Malagahéraði''' - á strönd sólarinnar: Costa del sol sem er svo mörgum Íslendingum kunn, er vissulega einstakur vitnisburður um fegurðarskyn og stórfenglegan arkitektúr Araba. Torremolinos hefur til dæmis lengi verið ákaflega vinsæll ferðamannstaður okkar Íslendinga og Granada þekkja margir sem þangað hafa komið þar sem höllin mikilfenglega, [[w:en:Alhambra |Alhambra]], gnæfir upp úr landslaginu. Al- Mu´tamid, ,,konungsskáldið" í Sevilla, ríkti frá 1068 til 1091. Setningarbrotið hér fyrir ofan er fengið úr munúðarfullu ljóði hans sem ber nafnið ''Í minningu'' ''Silvers.'' Ást hans og virðing fyrir ljóðum mun vera algjört einsdæmi meðal þjóðhöfðingja. Hann hafði eitt sinn boðið flokki Berba, svokölluðum Almoravidum, til Spánar til að fá þá til að hjálpa höfðingjum Mára í stríðinu við Alfons VI. En gestirnir voru ekki þakklátari fyrir boðið en svo að þeir sviptu Al Mu´tamid völdum og sendu hann í útlegð til Aghmat í Marokkó. Þar dó hann í fangelsi árið 1095. Við útlegð þessa ljóðelska höfðingja tók blómaskeiði arabískrar menningar á Spáni að hnigna. Þótt Almoravidarnir gerðust ærið spænskir á svo löngum tíma, urðu þeir nú samt aldrei vel mæltir á arabíska tungu og kunnu því lítt að meta rætur menningarinnar sem þeir þó reyndu að tileinka sér upp að ákveðnu marki. - Þeir þekktu í raun aldrei nógu vel til klassískrar menningar araba. Hirðlíf þeirra einkenndist til að mynda ekki af þeim anda gestrisni og virðingar fyrir ljóðagerð sem Al-Mu´tamid hafði svo ríkulega til að bera.(Sjá Andalúsíuljóð bls.99)
 
 
ALHAMBRAHÖLLIN í Malagahéraði - á strönd sólarinnar: Costa del sol sem er svo mörgum Íslendingum kunn, er vissulega einstakur vitnisburður um fegurðarskyn og stórfenglegan arkitektúr Araba. Torremolinos hefur til dæmis lengi verið ákaflega vinsæll ferðamannstaður okkar Íslendinga og Granada þekkja margir sem þangað hafa komið þar sem höllin mikilfenglega, [[w:en:Alhambra |Alhambra]], gnæfir upp úr landslaginu. Al- Mu´tamid, ,,konungsskáldið" í Sevilla, ríkti frá 1068 til 1091. Setningarbrotið hér fyrir ofan er fengið úr munúðarfullu ljóði hans sem ber nafnið ''Í minningu'' ''Silvers.'' Ást hans og virðing fyrir ljóðum mun vera algjört einsdæmi meðal þjóðhöfðingja. Hann hafði eitt sinn boðið flokki Berba, svokölluðum Almoravidum, til Spánar til að fá þá til að hjálpa höfðingjum Mára í stríðinu við Alfons VI. En gestirnir voru ekki þakklátari fyrir boðið en svo að þeir sviptu Al Mu´tamid völdum og sendu hann í útlegð til Aghmat í Marokkó. Þar dó hann í fangelsi árið 1095. Við útlegð þessa ljóðelska höfðingja tók blómaskeiði arabískrar menningar á Spáni að hnigna. Þótt Almoravidarnir gerðust ærið spænskir á svo löngum tíma, urðu þeir nú samt aldrei vel mæltir á arabíska tungu og kunnu því lítt að meta rætur menningarinnar sem þeir þó reyndu að tileinka sér upp að ákveðnu marki. - Þeir þekktu í raun aldrei nógu vel til klassískrar menningar araba. Hirðlíf þeirra einkenndist til að mynda ekki af þeim anda gestrisni og virðingar fyrir ljóðagerð sem Al-Mu´tamid hafði svo ríkulega til að bera.(Sjá Andalúsíuljóð bls.99)
 
== Cádiz og Costa de la luz ==