„Vitar á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Salvor (spjall | framlög)
Salvor (spjall | framlög)
Lína 1:
== Ágrip af vitasögu Íslands ==
Tekið saman af [[Tómas Lárus Vilbergsson|Tómasi Lárusi Vilbergssyn]], í tengslum við nám í NKN-2007[[Mynd:Gardskagaviti.jpg|thumb|200px|left|Garðskagaviti]]
 
Margir sjá [[vitarw:viti|vita]] í gegnum rómantísk augu , þeir draga upp mynd í hugum manna af björgunarafrekum og hetjudáð annarsvegar og kyrrð og náttúrufegurð út á afskekktu nesi hins vegar ásamt “sjarmörandi” [[arkitektúr]]. [[Vitabyggingar]] eru sér arkitektúr út af fyrir sig og rísa yfirleitt einir [[w:mannvirki|mannvirkja]] á þeim stöðum sem þeir eru.
Vitar hafa frá örófi alda gegnt veigamiklu hlutverki fyrir [[sjófarendur]] og oft á tíðum verið það leiðarljós sem skyldi milli lífs og dauða hjá [[sjómennw:sjómaður|sjómönnum]]. Vitar höfðu lýst sjómönnum um alla [[w:Evrópa|Evrópu]] í margar [[aldir]] áður en fyrsti vitinn var byggður hér við land. [[Fiskveiðar]] [[Íslendingarw:Ísland|Íslendinga]] höfðu að mestu verið stundaðar á opnum [[bátar|bátum]] þar sem menn létu sér nægja að hafa mið af kennileitum í landi. Þó að [[þilskipaútgerð]] hafi eitthvað verið stunduð í kringum [[1875]] var ekki haldið út um dimmasta tímann og menntaðir [[skipstjórnarmenn]] það fáir að þeir mynduðu ekki neinn þrýstihóp. Stopular [[siglingar]] voru að landinu og var talið að ekki færu nema um 70 skip hjá [[w:Reykjanes|Reykjanesi]] árlega. Samt sem áður vara reynt að leggja fram frumvarp um sérstakt vitagjald árið [[1875]], þrátt fyrir að enginn viti væri risinn á landinu.
 
== Fyrsti vitinn rís ==