„Sorg“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Salvor (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Salvor (spjall | framlög)
Lína 4:
== Inngangur ==
 
[[Mynd:Pearl of Grief.jpg|200px|left]][[Sorg]] og áföll eru hluti af lífinu. Það má segja að lífið sé ferðalag um augnablik jákvæðrar upplifunar og sársaukafullrar reynslu sorgarinnar. Flest okkar þurfum við einhvern tíma á ævinni að glíma við sorgina. Sorgin og sárar tilfinningar hennar eru eðlileg viðbrögð við missi. Missir er ekki eingöngu bundinn við að einhver deyr, en þó mest eftir dauða þess sem við unnum. Missir getur líka tengst [[skilanðurw:skilnaður|skilnaði]], slysum, fötlun, veikindum eða ef fjölskyldumeðlimur verður fyrir árás eða ofbeldi og öðru mótlæti í lífinu.
Það er mjög einstaklingsbundið hvernig fólk bregst við sorg. Aldur syrgjanda, lífsreynsla, trúarskoðun, kyn syrgjandans og tengsl við þann sem féll frá skiptir einnig máli. (Konur tjá sig oft meira um sorgina en karlar.)
Sorgin er ekki atburður heldur ferli. Sorgin veldur breytingum á lífi þess sem syrgir eða alla fjölskylduna. Tilveran verður í sumum tilfellum ekki söm aftur. Flestir erum við þó sammála um að í sorgarferlinu sé flæði tilfinninga mikið og tilfinningasveiflur töluverðar. Þessar breytingar í tilfinningalífi syrgjandans gerir það að verkum að hann veðru oft hræddur við eigin viðbrögð og því er mikilvægt að fá viðurkenningu, frá umhverfinu, á að þetta sé eðlileg viðbrögð við þeirri þungbæru reynslu sem missir er.