„Ferming“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Cessator (spjall | framlög)
Lína 127:
'''Virðing fyrir lífsskoðunum'''
 
Þegar talað er um trú og [[w:trúleysi|trúleysi]] þá snýst málið oftast um það hvort til sé Guð sem stýrir þessum heimi. Þeir sem trúa eru þá kallaðir guðstrúar en þeir sem hafna því að guð standi að baki þessum veruleika eða eru skoðanalausir kalla sig sumir trúlausa eða guðlausa. Skoðum það sem Siggi pönk, hjúkrunarfræðingur og tónlistarmaður hefur að segja um trú og guðleysi:
 
"Hugtakið guð er mynd utanum þann innri styrk sem einstaklingurinn býr yfir. Þá er átt við persónulegan guð sem lifir og deyr með sínum skapara. "Guð" er sá persónulegi kraftur og sá vilji sem viðkomandi einstaklingur býr yfir en áttar sig ekki alltaf á, því hugmyndin um guð skyggir á. Guð er þá mynd utanum þann innri styrk sem einstaklingurinn býr yfir ... Í stuttu máli þá getur guð verið hvað það sem þú vilt. Styrkur, von, kærleikur, sjálfstæði en það er aldrei raunverulegt. En þú getur líka verið hvað sem þú vilt og sama þó manneskjan sé breysk þá er nærtækara að byggja eigið sjálfstæði á því sem maður þekkir best ... Guðleysinginn hefur trú á sjálfum sér milliliðalaust." [http://www.helviti.com/andspyrna/greinar/gudleysi.htm]
 
Þegar menn tala um trú er trúin oftast tengd einhverjum guði. En sumir, eins og Siggi Pönk trúa ekki á Guð eða guði af neinu tagi. Eru þeir trúlausir?
 
Á Íslandi er réttur manna til þess að trúa á það sem þeir vilja verndaður með stjórnarskránni og með lögum landsins. Það gerir okkur skylt að virða trú annarra. Af hverju? Svarið tengist því hvernig á því stendur á hvað við trúum. Trúin er eins og ástin eitt af því innilegasta sem við upplífum. Við reynum að vernda það sem okkur er heilagt, með því móti sýnum við okkur sjálfum virðingu og þar með öðrum.
 
Trúin er svar okkar við því hvernig okkur finnst best að haga lífi okkar. Með trúnni segjum við: Hér er ÉG, svona ER ég.
 
Franski heimspekingurinn [[w:Jean-Jaques RouseauRousseau|Jean-Jaques Rousseau]] sagði eitt sinn: "Ég fyrirlít skoðanir þínar, en er reiðubúinn til þess að láta líf mitt til þess að þú megir láta þær í ljós." Með þessu sagði hann að eitt skuli yfir alla menn ganga, við erum á sama báti. Ef þú mátt ekki trúa því sem þú trúir, er líklegt að ég megi heldur ekki eiga mína trú.
 
Okkur ber að virða hvert annað vegna þess að við eigum öll sama rétt til lífs, frelsis, trúar og skoðana. Það er ekki þar með sagt að öll trú og allar skoðanir séu jafn góðar eða jafn elskuverðar. Það er t.d. erfitt fyrir okkur sem ölumst upp í þeirri trú að allir menn hafi jafnan rétt til lífs og lífhamingju að samþykkja lífsskoðun þeirra sem halda því fram að fólk af ákveðnu kyni, litarhætti eða þjóðfélasstétt eigi að hafa minni rétt en annað fólk.