„Ferming“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Fermingarwiki færð á Ferming: wiki bendir til að þetta sé annað verkefni en ekki bók
Cessator (spjall | framlög)
Lína 120:
Lífsskoðun eða lífsviðhorf eru orð sem ná yfir margt, eins og orðið "trú". Við getum látið þessi orð ná yfir skoðanir okkar á félagsmálum, málefnum samfélagsins, hugmyndir okkar um gott líf og á hvað eða hvern við trúum. Við tökum þessar skoðanir "í arf" frá foreldrum okkar, látum umhverfi okkar (vini, kennara, fjölskyldu) hafa áhrif á okkur og þá sérstaklega fjölmiðla, s.s. sjónvarp, útvarp, tónlist, kvikmyndir, auglýsingar og annað sem heldur að okkur ýmsum viðhorfum um það hvernig sé best að lifa og láta. Við getum skilið þessi viðhorf en það er ekki sjálfgefið að við erum sammála þeim. Jóhann Björnsson, heimspekingur segir:
 
"Þó lífsskoðanir séu að einhverju leiti<!--er stafsetingarvillan í frumtextanum?--> fengnar í arf frá fyrri kynslóðum og menningarlegu ástandi samfélagsins þá mótum við að stórum hluta okkar eigin viðhorf allt okkar líf. Við skynjum umhverfi okkar og annað fólk og þurfum sífellt að taka afstöðu til ýmissa mála."
(Borgaraleg ferming, námskeið, bls. 3)