„Ferming“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Carlos Ferrer (spjall | framlög)
Carlos Ferrer (spjall | framlög)
Lína 554:
:Þjóðkirkjan
 
'''Hvað er guðsþjónustan?'''
Að sækja kirkju
 
Guðsþjónustan er staðurinn þar sem við mætum Guði og hvert öðru. Guð talar við okkur, við tölum við Guð og við hvert annað. "Ef þú færir fórn þína í musterinu, og manst að þú átt sökótt við náunga þinn, skildu þá fórnina eftir, sættstu við náungann og komdu svo aftur," sagði Jesús. Hvað átti hann við?
Samfélagsleg máltíð
 
Guðsþjónusta getur verið með ýmsu móti. Hefðbundin, full af leikreglum eða helgisiðum, sálmar eru sungnir, víxlsöngvar og víxllestrar, bænir, kyrrð en líka prédikun og lestur úr Biblíunni. Altarisganga, skírn og ferming, en líka brúðkaup og jarðarför. Allt er þetta guðsþjónusta, annað hvort almenn eða vegna sérstaks tilefnis.
 
[mynd úr kirkju eða samkomu]
 
Guðsþjónusta getur líka verið óhefðbundin, þá má búast við ... einhverju óvæntu, t.d. leikriti, dansi eða annarskonar listviðburði. Hún getur farið fram utan kirkjunnar, t.d. á gönguferð eða í skjólgóðri laut úti. Tónlistin er e.t.v. flutt af skólahljómsveitinni eða sálmar sungnir sem aldrei hafa heyrst áður.
 
[mynd úr óhefðbundinni messu]
 
En í grunninn er guðsþjónusta alltaf eins.
 
'''Inngangur'''
 
Við komum saman og búum okkur undir að hlusta á Guð tala til okkar. Það gerum við með sálmum, bænum og dýrðarsöng.
 
Oft byrja guðsþjónustur á því að við signum okkur, biðjum saman upphafsbænar eða hlustum á meðhjálpara eða prest flytja upphafsbæn.
 
[Dæmi um upphafsbæn, morgunbæn eða friðarbæn]
 
Hvað fær þig til að staldra við, kyrra hugann og hlusta á það sem aðrir vilja segja við þig?
 
Hvað gerir þú þegar þú þarft að "ræða málin á alvarlegu nótunum" við félaga þína?
 
Við hlustum á Guðs orð.
 
Þegar líður á guðsþjónustuna, heyrum við lestur úr Biblíunni og prédikun er flutt, oftast af presti en stundum sjá aðrir um að prédika.
 
Hvað þarf að gerast til þess að þú farir að hlusta? Er nóg að lesa fyrir þig texta? Er nóg að tala við þig, nefna þig með nafna? Þarftu að sjá myndir? Þarf að segja brandara? Er nóg að það sé alger þögn og allir hlusta? [gera lista með auðum reitum til að krossa við, hafa nokkrar línur til að fylla í texta frá eigin brjósti]
 
'''Við borðum saman.'''
 
Altarisgangan fer misoft fram í kirkjum. Í mörgum kirkjum er einnig kirkjukaffi. Þótt altarisgangan og kirkjukaffið er ekki það sama, þá eru þessar máltíðir líkar að því leyti að þær næra okkur og þær eru mótsstaðir þar sem við getum hittst.
 
Hvenær ertu ekki tilbúin(n) að setjast til borðs og njóta máltíðar með einhverjum eða einhverri?
 
 
Hvernig þarf máltíð og samvera að vera til þess að þú njótir hennar?
 
 
Við förum burt til starfa okkar.
 
Áður en við höldum heim, fáum við blessun og syngjum saman sálm til að hafa með okkur sem veganesti út í vikuna, svo að við tökum "framförum í kristilegu hugarfari og líferni", eins og segir í gömlu meðhjálparabæninni.
 
Það er auðvelt að skreyta sig með krossi þegar krossinn er skartgripur og í tísku. En hvað gerist þegar einhver spyr þig um trú þína, hvernig líður þér þá og hvað viltu segja?
 
Hugsaðu um leiðir til að sýna trú þína í verki og skráðu þær hér.
 
 
'''Röð messuliða (verkefni)'''
 
Taktu þér sálmabók og finndu messuskrána í henni. Raðaðu messuliðum í eftirfarandi flokka.
 
 
'''Inngangur'''
 
 
 
'''Þjónusta orðsins / hlusta á guðs orð'''
 
 
 
'''Altarisganga'''
 
 
 
'''Sending til starfa / messulok'''
 
 
 
Ef þú ættir að búa til messu með félögunum þínum, hvað mundir þú vilja hafa í henni? Nefndu þrjú atriði.
 
 
Ef þú ættir að búa til messu með félögum þínum, hvað mætti þá alls ekki vera í henni, að þínu mati?
 
 
 
 
'''Tjáning með og án orða'''
 
Í guðsþjónustunni eigum við í samskiptum, stundum með orðum og stundum án orða. Við tjáum okkur með því að biðja, annaðhvort í þögn eða með því að segja "amen", eða með því að lesa bæn saman, t.d. "Faðir vor". Sálmasöngur er líka tjáning, við syngjum fyrir Guð og hvert annað.
 
'''Líkamstjáning'''
 
Sum tjáskiptin eru án orða, t.d. þegar við stöndum á fætur þegar lesið er guðspjall, trúarjátning er flutt, dýrðarsöngur er sunginn eða blessun flutt. Hvað ætli við tjáum með því að standa á fætur?
 
Stundum er kropið í kirkju. T.d. þegar við göngum til altaris, þegar beðið er fyrir okkur í fermingu eða þegar hjón eru vígð. Hvað táknar það þegar við krjúpum?
 
Stundum er þögn í kirkju, t.d. þegar við höfum farið saman með syndajátningu eða þegar beðið er fyrir sjúku fólki, eða fólki sem er einmana og jafnvel deyjandi, í almennri kirkjubæn. Til hvers er þögnin?
 
Stundum borðum við saman í kirkjunni. Það er í altarisgöngunni fyrst og fremst, en líka þegar boðið er upp á súpu eða kaffi, djús og kex eftir guðsþjónustu. Hvað táknar það þegar fólk borðar saman?
 
 
Er munur á því þegar fjölskyldan borðar saman heima, eða þegar vinir fara út að borða? Í hverju felst munurinn?
 
'''Tákn og list'''
 
Kirkjur eru búnar ýmsum táknum, sem minna okkur á ýmislegt án þess að segja orð. Þannig minnir krossinn okkur á
 
 
Lamb með sigurfána er upprisutákn. Sérðu svoleiðis tákn í kirkjunni þinni?
 
Ef svarið var já, hvar er táknið að finna?
 
Lestu Jóhannesarguðspjall 1, 29. Hvað segir Jóhannes um Jesú í því versi?
 
Stafirnir IHS standa fyrir Iesus Hominem Salvator. Lestu 1. Jóhannesarbréf 4,14 og gettu hvað orðin þýða.
 
 
Fiskur er eitt algengasta táknið fyrir Jesú, og var notað áður en krossinn var notaður til þess að auðkenna kristið fólk. Táknið byggir á stafaleik, en orðið fiskur á grísku, IXÞUS getur staðið fyrir Iesus X(ch)ristos Þeou (H)Uios Soter = Jesús Kristur Guðs Sonur Frelsari. Sérðu þetta tákn í kirkjunni þinni?
 
Ef já, hvar er það að finna?
 
 
XP eru fyrstu stafirnir í Xristos, og þýða hinn smurði, konungur. Flettu upp á 1. Korintubréfinu 3,23 og skrifaðu hér hvað segir þar um Jesú.
 
 
Tákn guðspjallamannanna er að finna aftan á kr. 10 peningi. Settu pening undir þessa blaðsíðu og litaðu yfir peninginn þannig að myndin komi í ljós. Sérðu mynd af guðspjallamönnunum í kirkjunni þinni?
 
Risinn (engill) er tákn Mattheusar, nautið er Lúkas. Drekinn (ljónið) stendur fyrir Markús og örninn fyrir Jóhannes. Finndu fornsöguna um landvættina (t.d. með leit á internetinu, sláðu inn leitarorðin: landvættir, skjaldamerki Íslands) og skrifaðu hér fyrir neðan í hvaða líki sendimaður Danakonungs brá sér.
 
 
Lestu '''Jónas''' (um stórfiskinn) og ('''jónasartákn''' Jesú). Ef við berum saman söguna um landsvættina og ummæli Jesú hér fyrir ofan, fyrir hvað stendur dýrið, sem sendimaðurinn breytti sér í, að þínu mati?
 
 
Dúfan er tákn heilags anda Guðs, sem gefur okkur skilning, huggun, líf og trú. Sérðu táknið í kirkjunni þinni?
 
Hvað táknar hvít dúfa í daglegu lífi okkar, t.d. þegar hvítum dúfum er sleppt í opnunar- eða lokaathöfn Ólympíuleikanna eða hliðstæðra atburða?
 
Hvað á Jesús við þegar hann sagði við lærisveina sína að þeir ættu að vera slyngir sem höggormar en falslausir sem dúfur?
 
'''Altaristaflan í kirkju minni'''
 
Flestar íslenskar kirkjur skarta altaristöflu, hlutverk hennar er að beina huga okkar að tiltekinni sögu Biblíunnar og hjálpa okkur að íhuga erindi Guðs við okkur. Lýstu altaristöflunni í kirkjunni (eða nágrannakirku) þinni.
 
1 Samsetning
Hvaða persónur eru á altaristöflunni og hvað gera þær?
Hvaða tákn eru og hvernig eru þau samsett og lituð?
 
 
2 Merking
Hvað segir taflan við þig, hvað áhrif hefur hún á þig? Af hverju?
 
 
3 Áhrif
Hvað finnst þér gott og/eða vont við altaristöfluna? Hvað finnst þér hún segja við þig um Guð?
 
'''Tónlist'''
 
''Tilgangur og markmið allrar tónlistar er að heiðra Guð og efla sálarlífið.
Johan Sebastian Bach''
 
Tónlistin í kirkjunni verður að vera góð, vönduð og vel flutt, sama hverrar tegundar hún er. Léleg, óvönduð tónlist á þar ekki heima. Hún er tæki til bæna, lofgjörðar og til þess að efla samkennd okkar, vellíðan. Hún hjálpar okkur að tjá gleði, sorg, hjálpar okkur að beina huga okkar á nýjar brautir.
 
''(hér má svo koma með styttri umfjöllun um orgel og kór og bjóða upp á hugflæði um annars konar kirkjutónlist, t.d. afríska, suður ameríska, negra etc og gefa út tóndæmadísk með heftinu)''.
 
Að ganga með kross utan klæða
 
Kirkjan mín heitir ... þar er ýmislegt gert