„Villibráð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Carlos Ferrer (spjall | framlög)
Carlos Ferrer (spjall | framlög)
Lína 43:
== Sérviska 202 - gernýting hráefnis ==
 
:'''Soð'''
:Bein og afskurðir soðnir daglangt með gulrótum, hvítlauk, lauk, einiberjum, steinselju, og svolitlum kjötkrafti og rauðvíni. Soðið uns sósustyrkleika náð með ítrekaða suðu beinanna og loks áframsuðu án beina. Fituhreinsað.
 
:'''Afskurðir og innyfli '''
:Sumir veiðimenn hamfletta og nýta eingöngu bringu fugla. Læri og bein mynda prýðilegan grunn að soði, hjörtu, lifur og nýru nýtast vel í sérstaka kæfu, forrétti og jafnvel aðalrétti.
 
:Þegar kemur að innyflum sela, tel ég rétt að hafa varann á, þeir eru ofarlega í fæðukeðjunni og ætla má að magn þungamálma sé meira í þeim en í fiski almennt.
 
:'''Fita'''
:Þegar kemur að fitu villibráðar, þá ber að hafa í huga að því lengur sem hún fær að bindast súrefni, því bragðmeiri verður hún og hætta þess að hún verði þrá eykst. Ekki er víst að öllum líki það. Þessvegna hef ég fyrir reglu að skilja að spik og kjöt sela strax á veiðislóð, og leyfi feitum sjófugli s.s. skarfi ekki að vera lengi utan ísskáps eða í ham.
 
== Fugl ==