„Járnofhleðsla“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ása (spjall | framlög)
Ása (spjall | framlög)
Lína 5:
 
== Járn í líkamanum ==
Það er örlítið w:[[w: járn|járn]] í blóðinu en meirihlutinn af járni líkamans er á leið frá görnum að beinmerg, þar sem heme er smíðað. Tvígilt járn frásogast frá smágirni, oxast yfir í þrígilt járn og tengist ferritíni, flyst þannig yfir í blóð og er tekið upp af transferríni. Transferrín hefur tvö sérhæf bindiset fyrir eina ferríjón hvort og yfirleitt eru 20-50% þeirra setin. Lifrin er helsta líffærið sem nýmyndar transferrín en henni virðist stjórnað með járnstyrk í blóði. Lágur járnstyrkur veldur þá aukinni nýmyndun transferríns. Járnstyrkurinn er hæstur snemma á morgnanna en lægstur seinni partinn.
w:[[w:Járnbindigeta|Járnbindigeta]] mælir hversu mikið járn transferrín getur bundið við 100% mettun. Járnbindigetan hækkar við lifrarsjúkdóma, járnskorts- og blæðingaranemíur (nýmyndun transferríns eykst við járnskort) en lækkar við hemolytiskar anemiur, slæmar bólgur, liðagigt o.fl.
w:[[w:Ferritín|ferritín]] er geymsluform járns, það er að mestu leiti inni í frumum en smá í w:[[w:plasma|plasma]]. Ferritín er mælt til að meta járnbirgðir líkamans og hvert μg/L af ferritíni í w:[[w:sermi|sermi]] samsvarar þá um 8-10mg af járni í geymslu hjá fullorðnum einstaklingi. Ef mjög mikið járn kemur í líkamann breytist hluti ferritínsins í hemosíderin, sem er annað geymsluprótein. Það er torleyst efni með meira járn/prótein hlutfall en ferritín.
 
Eðlilegt eða hátt ferritín útilokar þó ekki járnskort því að það getur aukist umfram járnbirgðir í sýkingum, bólgu-, lifrar- og nýrnasjúkdómum.