„Landfræðileg upplýsingakerfi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Valahard (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
 
== Landupplýsingar - hvað er það ? ==
[[Mynd:Landupplysingar.JPG |right|thumb|500 px]]Við skulum byrja á að skoða hvað er átt við með [[w.Geographical_Information_Science|landupplýsingar]]. Landupplýsingar lýsa staðsetningu ýmissa hluta og fyrirbæra. Þær segja til um hvar mannvirki eða nátturufyrirbæri eru og er staðsetningunni lýst með hnitum. Landupplýsingar lýsa einnig lögun og eiginleikum fyrirbæra eða hluta.Sem dæmi má nefna lögun og útbreiðsla skóga eða vega. Landupplýsingar snerta líf okkar allra þrátt fyrir að þetta hugtak sé mörgum ókunnugt. Allt sem við tökum okkur fyrir hendur gerist á ákveðnum stað. Við þurfum líka vita hvar hlutirnir eru að gerast. Með aukinni tækni verða landupplýsingar sífellt aðgengilegri fyrir okkur og við nýtum okkur þá tækni án þess að hafa endilega velt því fyrir okkur hvað flokkast undir landupplýsingar. Ýmsar upplýsingar sem fólk notar í daglegu lífi flokkast undir landfræðilegarupplýsingar s.s leiðarkerfi strætó, færð og veður á vegum og hin ýmsu kort og gangavefsjár.
Hér á eftir verður tölvukerfið Landfræðileg upplýsingakerfi kynnt en það er notað til að halda um og vinna úr landupplýsingum.