„Faldbúningur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Halldoraosk (spjall | framlög)
New page: Höfundur Halldóra Ósk Hallgrímsdóttir. Þetta er wikibók um íslenska faldbúninginn, sögu hans og þróun. Hún hentar sem ítarefni með námsefni í Íslandssögu.
 
Halldoraosk (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Þetta er wikibók um íslenska faldbúninginn, sögu hans og þróun.
Hún hentar sem ítarefni með námsefni í Íslandssögu.
 
 
== Hvað er faldbúningur? ==
Faldbúningurinn er elstur íslenskra kvenbúninga og dregur nafn sitt af sérstökum höfuðbúnaði, faldinum. Faldbúningurinn er í raun upprunalegur þjóðbúningur íslenskra kvenna, en þeir þjóðbúningar sem við þekkjum í dag, skautbúningurinn, peysufötin og upphluturinn eru búningar sem Sigurður Guðmundsson málari, hannaði á íslenskar konur um miðja 19.öld.
 
== Saga ==
Gamlir búningahlutar, málverk, teikningar og ljósmyndir eru helstu heimildir okkar um faldbúninginn. Á Þjóðminjasafni Íslands er til einn af tveimur heilu faldbúningum í heiminum, hinn búningurinn er geymdur á safni Viktoríu og Alberts í Lundúnum. Þeir faldbúningar eru fyrirmyndir búninga sem saumaðir eru í dag.
Búningurinn hefur þróast í aldana rás, undir lok 18. aldar var hann sparibúningur en á síðasta fjórðungi 19. aldar lagðist notkun hans af.
== Þróun ==
Hér verður lauslega gerð grein fyrir nokkrum breytingum sem urðu á búningnum á 18. og 19. öld. Á 18. öld mun faldurinn hafa verið nokkuð hár sívalur vafningur, sem sveigðist í krók að ofan og nefndist þá krókfaldur. Laus svunta var borin við pilsið. Búningurinn var þá oft mjög litríkur en með tímanum dró úr mikilli litanotkun. Búningur sem varðveittur er í safni Viktoríu & Alberts í Lundúnum er af þessari gerð og er í raun besta heimild okkar um gamlan faldbúning. Þegar kemur fram á 19. öldina breyttist faldurinn og á myndum frá fjórða áratug þeirrar aldar er hann þunnur og flatur, breiðastur efst en mjórri neðst þar sem klútur er vafinn um höfuðið. Slíkur faldur nefndist spaðafaldur. Á þeim tíma var einnig farið að afmarka svuntu með bryddingum niður eftir pilsinu að framan fremur en að bera lausa svuntu við búninginn. Þá var skrautbekkur hafður breiðari á svuntuhluta pilsins en á pilsinu sjálfu, líkt og hafði verið á svuntunni þegar hún var laus frá pilsinu.
Við þennan búning eru nú notaðir svartir ullarsokkar og látlausir svartir skór.
 
== Búningahlutar ==
 
 
[[Mynd:Sýnishorn.jpeg]]