„Torfbæir við aldamótin 1900“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Annajoru (spjall | framlög)
Annajoru (spjall | framlög)
Lína 13:
 
 
Baðstofa var stórt herbergi þar sem fólk borðaði, vann og svaf. Í baðstofunni var ullin spunnin, kemd og tæjuð. [[Mynd:rokkur.jpg]]
Í baðstofunni var ekki mikið pláss því rúmin lágu hlið við hlið og oft sváfu tvö eða fleiri börn í hverju rúmi. Á kvöldin las heimilisfaðirinn oft fyrir fólkið í baðstofunni. Stundum voru sagðar sögur sem gengið höfðu mann frá manni á milli bæja.
 
Ég ætla að seigja ykkur eina slíka. Hún tengist fjallinu Múlinn á Ólafsfirði. Sagan segir að álög séu á Málmey í Skagafirði. Ef fólk býr þar lengur en 19 ár þá muni húsfreyjan á bænum hverfa. Í sögu þessari segir frá Jóni bónda í Málmey. Sökum heilsuleysis treysti hann sér ekki til að flytja búferlum þrátt fyrir að það væru 19 ár liðin frá því hann hóf að búa á Málmey. Kona hans fór smám saman að verða undarleg og að lokum hvarf hún. Jón bóndi leitaði þá til sóknarprests síns hans séra Hálfdáns í Felli. Hann spyr hann hvort hann vissi hvað orðið hefði um konu hans. Prestur sagðist vita það og bauðst til þess að fylgja Jóni til hennar. Þeir riðu fram hjá Siglufirði og staðnæmdust er þeir komu að Ólafsfjarðarmúla. Prestur stoppar og slær á bjargið. Bjargið opnast líkt oh hurð og út komu tvær stórar og ófrýnilegar tröllkonur. Þær leiddu þriðju tröllkonuna á milli sín en hún var nokkuð minni en þær og með hvítan kross á enninu. Komdu sæll Jón minn sagði tröllkona þessi. Hálfdán prestur segir við Jón að þetta sé konan hans og spyr hann hvort hann vilji taka hana með sér heim. En trúlega hefur Jóni þótt kona sín vera of ófrýnileg því hann segist ekki vilja fá hana með sér heim. Rekur Hálfdán tröllkonurnar aftur inn í fjallið og lokar á eftir þeim hurðinni. Sagt er að þessi hurð sjáist enn í dag og er hún kölluð Hálfdánarhurð.