„Fæðingarþunglyndi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Svavsigu (spjall | framlög)
Svavsigu (spjall | framlög)
Lína 24:
 
== Þunglyndiseinkenni ==
Fæðingarþunglyndi hefur svipaðar birtingarmyndir og annað þunglyndi. Einkennin eru mijafnlega alvarleg eftir því hvort um er að ræða sængurkvennagrát, fæðingarþunglyndi eða fæðingarsturlun. Meðal einkenna eru viðkæmni, kvíði, depurð, svefntruflanir, lystarleysi, matargræðgi, einbeitingarskortur, kyndeyfð, þráhyggja, vanmáttakennd, einangrun, hegðunartruflanir, ofskynjanir og sjálfsvígshugsanir.
 
== Meðferðarúrræði ==
Mismunandi meðferðum er beitt gegn þunglyndi í kjölfar fæðingar eftir því hvers kyns það er. Varðandi sængurkvennagrát skiptir mestu máli að konan hvílist vel og fjölskyldan sýni henni skilning. Fæðingarþunglyndi getur verið misjafnlega alvarlegt, í vægari tilfellum getur sjálfshjálp nægt en í sumum tilfellum þarf samtalsmeðferð eða lyfjameðferð að koma til. Fæðingarsturlun er þess eðlis að þar þarf sjúkrahúsinnlögn og læknismeðferð til að vinna bug á þunglyndinu.