„Landfræðileg upplýsingakerfi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Valahard (spjall | framlög)
Valahard (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 27:
Notendur LUK eru margir og notkunarsviðið breitt. Eitt af mikilvægum notkunarmöguleikum LUK er við skipulag en fyrstu kerfin þróuðust einmitt við landslagsskipulag um 1960. Með áframhaldandi þróun fór notkun LUK að teygja sig inn á mörg önnur svið s.s. landbúnað, umhverfismál, almannavarnir, lagnir og veitukerfi, ferðamál og landnotkun. Á Íslandi eru mörg fyrirtæki og stofnanir sem nota LUK og gera notkun landupplýsinga aðgengilega fyrir almenning á netinu. Dæmi um það eru upplýsingar um skipulagsmál Reykjavíkurborgar sem og sveitarfélaganna. Einnig má nefna margt sem snýr að ferðamálum s.s gönguleiðir, reiðleiðir eða upplýsingar um vegakerfið. Óhætt er að fullyrða að notendur landupplýsinga eru fjölmargir. Opnuð hefur verið vefgátt sem nefnist landakort.is sem ætluð er sem farvegur fyrir landupplýsingar. Þar er haldið utanum helstu vefsíður innlendar sem erlendar á sviði landupplýsinga.
Nokkuð er um að fyrirtæki eða stofnananir setji upp svokallaða gagnavefsjá eða kortavefsjá.[[Mynd:Gagnavefsja.JPG |thumb|600 px]]
 
 
 
 
 
Sem dæmi er gagnavefsjá Orkustofnunar þar sem veittur er aðgangur að ýmsum gögnum um orkulindir, orkubúskap, orkunotkun og aðrar rannsóknir um náttúrufar landsins. Einnig eru skemmtilegar kortavefsjár á vegum Umhverfisstofnunar sem vert er að skoða ef það stendur til að skoða Skaftafell, Jökulsárgljúfur, Þingvelli eða Snæfellsjökul.
 
 
 
== Krossapróf ==