„Saga kvenna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Solvkris (spjall | framlög)
Solvkris (spjall | framlög)
Lína 4:
 
== Inngangur - örstutt ==
Á Íslandi átti barátta kvenna fyrir auknum réttindum sér stað, eins og víðs vegar í vestrænum heimi í lok 19. aldar og við upphaf þeirrar 20. þegar lýðræðið var að festast í sessi sem stjórnarform. Við upphaf baráttunnar var megináherslan ekki sú að eiga fulltrúa á þingi, heldur jafns réttar á við karla til að kjósa og frelsi til þátttöku. Að auki þurfti að gæta að stöðu kvenna í þjóðfélaginu og auka réttindi þeirra. Það voru konur af efri stéttum sem börðust fyrir þessum auknu réttindum kvenna. Kosningarétturinn var á þessum tíma bundinn ýmsum skilyrðum og ekki eingöngu kyni. Konur öðluðust formlegan rétt til að kjósa og vera í kjöri til Alþingis árið 1915 en réttur til bæjar- og sveitastjórna. Kosningarétturinn var þó bundinn því skilyrði að þær væru orðnar fertugar og skyldi aldurinn lækka um eitt ár á hverju ári uns hann væri kominn niður í 25 ár líkt og hjá körlum. Þegar ljóst var að kosningaþátttaka kvenna breytti litlu sem engu var aldurinn lækkaður fyrr en til stóð eða árið 1920.
 
== Kosningarétturinn ==