„Saga kvenna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
Höfundur Sólveig Kristjánsdóttir
 
Þetta er wikibók um sögu kvenna á Íslandi við upphaf kvenréttindabaráttunnar. Hún hentar sem hluti af námsefni í félagsfræði, stjórnmálafræði og félagsfræðisögu.
 
== Inngangur - örstutt ==
Lína 7:
 
== Kosningarétturinn ==
Áður en Ísland varð lýðræðisríki höfðu konur haft kosningarétt áður en því var breytt með lagasetningu. Árið 1882 var leitt í lög á Íslandi að „... ekkjur og aðrar ógiftar konur sem stæðu fyrir búi eða ættu á annan hátt með sig sjálfar skyldu hafa kosningarétt til sveitarstjórna og sýslunefnda.” (Bragi Guðmundsson og Gunnar Karlsson, 1988:160). Talið er að þessi lög hafi verið svo snemma á ferðinni hér á Íslandi þar sem ekki var óalgengt að ógiftar konur rækju bú og var stærsti hluti þeirra ekkjur. Mikið var um ekkjur á þessum tíma, þar sem sjórinn var óvæginn sem fyrr, og á þessum árum sóttu karlmenn sjóinn á opnum bátum, hvort sem var að sumri til eða að vetri. Þrátt fyrir lagasetninguna vantaði enn heilmikið á að konur nytu jafnréttis á við karlmenn og það er ekki fyrr en eftir aldamótin að kosningaréttur kvenna fer að aukast. Giftar konur í Reykjavík og Hafnarfirði fengu kosningarétt til bæjarstjórnarkosninga árið 1907 og í kjölfarið buðu konur í Reykjavík fram sérstakan kvennalista við bæjarstjórnarkosningarnar árið 1908. Þær fengu flesta bæjarfulltrúa í þessum kosningum, eða fjóra af 15. Það var í framhaldi af þessu árið 1909 að leitt var í lög að allar giftar konur og vinnukonur sem greiddu útsvar höfðu rétt til þátttöku í sveitastjórnarkosningum um land allt. (Bragi Guðmundsson og Gunnar Karlsson, (1988:160-161)
 
 
== Kvennaframboðin ==
Sérstök kvennaframboð fóru fram hér á landi á árunum 1908-1926. Þessir kvennalistar höfðu sérstöðu í heiminum fyrir gott gengi, þar sem konur náðu hvergi annars staðar slíkri velgengni. Það má því segja að kvennaframboðin höfðu mikið að segja í sögu kvenna og hvöttu konur áfram. (Auður Styrkársdóttir, (1982:17)
Á þessum tíma var staða Reykjavíkur sérstök bæði í efnahagslegu og pólitísku tilliti auk þess að öll helstu aðsetur viðskipta og þjónustu voru með aðsetur þar. því hafi náðst sú undirstaða í Reykajvík sem þurfti til þess að stofna félagslegar hreyfingar, þar á meðal félagshreyfingu kvenna. Hugmyndir um sérstaka kvennalista voru víða í Evrópu í upphafi 20. aldar og áttu áttu alls staðar litlu gengi að fagna, nema á Íslandi. (Auður Styrkársdóttir, (1982:12). Það var Kvenréttindafélagið sem hafði frumkvæði að framboði sérstaks kvennalista í samstarfi við fimm önnur kvenfélög í Reykjavík og var Bríet Bjarnhéðinsdóttir í hópi þeirra sem buðu sig fram. Erfiðlega gekk í byrjun að fá frambjóðendur úr röðum kvenna en að lokum gáfu kost á sér auk Bríetar þrjár virtar konur. Það voru þær Katrín Magnússon, formaður Hins íslenska kvenfélags, Þórunn Jónassen, formaður Thorvaldsensfélagsins og Guðrún Björnsdóttir mjólkursali. Bríet starfaði sem bæjarfulltrúi í Reykjavík frá 1908 til 1912 og aftur 1914 til 1920. (http://www.briet.is/brietarsagabjarn.htm).
 
Kvennalistinn sem bauð fyrst fram árið 1908 til bæjarstjórnar í Reykjavík hlaut 27,6% atkvæða og fjóra fulltrúa af 15 eins og nefnt var hér áður. Konur héldu áfram að bjóða fram kvennalista í Reykjavík fram til ársins 1916 og einnig urðu framboð kvenna á Akureyri og á Seyðisfirði. Það er svo árið 1922 sem konur bjóða fram sérstakan kvennalista í landskjöri til Alþingis og fengu þar 22,4% atkvæða. Þetta mikla fylgi kvennalista í byrjun 20. aldar er einsdæmi í sögu kvenréttinda.(Auður Styrkársdóttir, (1982:12)
 
Það var Ingibjörg H. Bjarnason (1867-1941) sem var fyrst kvenna kjörin á Alþingi Íslands. Ingibjörg var ein þeirra kvenna sem verið höfðu í framboði fyrir kvennalistann og kosin þingmaður hans árið 1922. (Auður Styrkársdóttir, 1982:47-48.) Árið 1924 var Ingibjörg einn af stofnendum Íhaldsflokksins sem svo sameinast Frjálslynda flokknum við stofnun Sjálfstæðisflokksins árið 1929. Ingibjörg sat á þingi til ársins 1930 en gegndi ýmsum trúnaðarstörfum til æviloka. (Alþingi – Æviágrip: http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=263).
 
== Bríet ==
Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1856 - 1940) er sú kona sem hæst ber þegar farið er yfir byrjun kvenfrelsisins hér á Íslandi. Hún hélt frægan fyrirlestur fyrir troðfullu húsi í lok árs 1887 sem auglýstur var „Fyrirlestur um hagi og rjettindi kvenna” (Auður Styrkársdóttir, (1997:48) Bríet fór þar vel yfir stöðu kvenna á þessum árum, ekki bara á Íslandi heldur einnig í Evrópu og Bandaríkjum. Hún sagði frá því hvernig konur væru smátt og smátt að fá aukin réttindi, bæði til náms og starfa. Hún vakti einnig í lokin athygli á launamum kvenna og karla sem henni þótti óréttlátur og konum í óhag. (Bríet Bjarnhéðinsdóttir, 1997:364) Bríet stóð að stofnun Hins íslenska kvenfélags 1894 og Verkakvennafélagsins Framsóknar 1914. Hún stofnaði og var formaður Kvenréttindafélags Íslands frá stofnun árið 1907 til 1911 og svo aftur 1912 til 1926, og var hún fulltrúi þess á mörgum alþjóðaþingum. KRFÍ er starfandi enn í dag og er elsta kvenfélag á Íslandi og þó víða væri leitað (http://www.briet.is/brietarsagabjarn.htm) Bríet hafði ferðast um Norðurlönd og kynnst þar baráttukonum fyrir auknum réttindum kvenna, bæði frá Norðurlöndum og Bandaríkjunum. Stofnun KRFÍ er því að erlendri fyrirmynd, en Bríet var í bréfasambandi við þær konur sem hún hafði kynnst á Norðurlöndum. Efst á baugi KRFÍ í byrjun var fyrst og fremst að berjast fyrir auknum áhrifum og réttindum kvenna í stjórnmálum.(Auður Styrkársdóttir, (1982:35). Kvenréttindafélagið hafði frumkvæði að framboði sérstaks kvennalista í samstarfi við fimm önnur kvenfélög í Reykjavík og var Bríet í hópi þeirra sem buðu sig fram. Erfiðlega gekk í byrjun að fá frambjóðendur úr röðum kvenna en að lokum gáfu kost á sér auk Bríetar þrjár virtar konur. Það voru þær Katrín Magnússon, formaður Hins íslenska kvenfélags, Þórunn Jónassen, formaður Thorvaldsensfélagsins og Guðrún Björnsdóttir mjólkursali. Bríet starfaði sem bæjarfulltrúi í Reykjavík frá 1908 til 1912 og aftur 1914 til 1920. Þessi mikli baráttujaxl í málefnum kvenna á mikinn grunn að þeim árangri sem náðist í þeirri baráttu sem stóð um réttindi kvenna í byrjun 20. aldar og eiga íslenskar konur henni mikið að þakka.
 
== Námsréttur kvenna ==