„Saga kvenna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Solvkris (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Solvkris (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
Á Íslandi átti barátta kvenna fyrir auknum réttindum sér stað, eins og víðs vegar í vestrænum heimi í lok 19. aldar og við upphaf þeirrar 20. þegar lýðræðið var að festast í sessi sem stjórnarform. Við upphaf baráttunnar var megináherslan ekki sú að eiga fulltrúa á þingi, heldur jafns réttar á við karla til að kjósa og frelsi til þátttöku. Að auki þurfti að gæta að stöðu kvenna í þjóðfélaginu og auka réttindi þeirra. Það voru konur af efri stéttum sem börðust fyrir þessum auknu réttindum kvenna. Kosningarétturinn var á þessum tíma bundinn ýmsum skilyrðum og ekki eingöngu kyni. Konur öðluðust formlegan rétt til að kjósa og vera í kjöri til Alþingis árið 1915. Kosningarétturinn var þó bundinn því skilyrði að þær væru orðnar fertugar og skyldi aldurinn lækka um eitt ár á hverju ári uns hann væri kominn niður í 25 ár líkt og hjá körlum. Þegar ljóst var að kosningaþátttaka kvenna breytti litlu sem engu var aldurinn lækkaður fyrr en til stóð eða árið 1920.
 
== kosningarétturinnKosningarétturinn ==
Áður en Ísland varð lýðræðisríki höfðu konur haft kosningarétt áður en því var breytt með lagasetningu. Árið 1882 var leitt í lög á Íslandi að „... ekkjur og aðrar ógiftar konur sem stæðu fyrir búi eða ættu á annan hátt með sig sjálfar skyldu hafa kosningarétt til sveitarstjórna og sýslunefnda.” (Bragi Guðmundsson og Gunnar Karlsson 1988:160). Talið er að þessi lög hafi verið svo snemma á ferðinni hér á Íslandi þar sem ekki var óalgengt að ógiftar konur rækju bú og var stærsti hluti þeirra ekkjur. Mikið var um ekkjur á þessum tíma, þar sem sjórinn var óvæginn sem fyrr, og á þessum árum sóttu karlmenn sjóinn á opnum bátum, hvort sem var að sumri til eða að vetri. Þrátt fyrir lagasetninguna vantaði enn heilmikið á að konur nytu jafnréttis á við karlmenn og það er ekki fyrr en eftir aldamótin að kosningaréttur kvenna fer að aukast. Giftar konur í Reykjavík og Hafnarfirði fengu kosningarétt til bæjarstjórnarkosninga árið 1907 og í kjölfarið buðu konur í Reykjavík fram sérstakan kvennalista við bæjarstjórnarkosningarnar árið 1908. Þær fengu flesta bæjarfulltrúa í þessum kosningum, eða fjóra af 15. Það var í framhaldi af þessu árið 1909 að leitt var í lög að allar giftar konur og vinnukonur sem greiddu útsvar höfðu rétt til þátttöku í sveitastjórnarkosningum um land allt. (Bragi Guðmundsson og Gunnar Karlsson (1988:160-161)