„Köngulær á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Valagaut (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 49:
Eru stórar og digrar köngulær sem spinna hjólvefi í trjám, klettum og á húsum. Hér hafa fundist fimm tegundir.
 
[[Mynd:Könguló1.JPG |left|150 px]]'''Krosskönguló''' (Araneus diadematus) sem er með ljósbrúnan frambol oftast með þremur dökkum langrákum og ljósbrúnan afturbol með hvíta bletti sem mynda kross. Finnst um allt land á láglendi en er algengust á suður og suðvesturlandi. Er oft í miklum fjölda utan á húsveggjum í Reykjavík. Hún er frekar hitakær og er algengust utan á húsveggjum og klettum sem snúa mót suðri, finnst einnig í gróðri í suðurhlíðum.
 
'''Skartkönguló''' (Araneus marmoreus) er með ljósbrúnan frambol, dökkan í jaðarinn með dökkri miðlægri langrák. Afturbolur annaðhvort grænleitur með stórum svörtum flekki eða dökkgrænn með ljósum blettum sem mynda mynstur. Hún er mjög sjaldgæf hérlendis.