„Hvít blóðkorn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 23:
 
===Hlutverk.===
Hlutverk [[w:en:granulocyte|kornfrumnanna]] er að berjast gegn [[w:en:Bacteria|bakteríum]] og öðrum aðskotahlutum sem þær komast í kast við. Frumurnar hafa þó örlítið mismunandi hlutverk í [[w:en:immune system|ónæmiskerfinu]] eftir því af hvaða tegund fruman er. [[w:en:neutrophil granulocyte|Dauffrumur]] eru átfrumur sem eru með bakteríudrepandi efni í kornunum í umfryminu. Þetta eru þær frumur sem fyrstar koma á vettvang þegar vart verður við bakteríur og þær losa kornin úr umfryminu, efnin festast á bakteríurnar og gera þeim og öðrum átfrumum kleyft að taka húðuðu bakteríurnar upp í umfrymið og eyða þeim þannig úr blóðrásinni. Einnig eru þeir með ýmis boðefni sem kalla á aðrar frumur ónæmiskerfisins og fleiri átfrumur. [[w:en:Eosinophil granulocyte|Rauðkyrningar]] gegna stóru hlutverki í baráttunni gegn [[w:en:virus|veirum]] og [[w:en:Parasitic worm|sníkjudýrum]], þeir hafa líka hlutverki að gegna í [[w:en:Allergic inflammation|ofnæmisviðbrögðum]] líkamans og oft má sjá aukningu rauðkyrninga hjá þeim sem hafa króníska bólgusjúkdóma eða [[w:en:asthma|asthma]]. Í granúlum sínum hafa rauðkyrningar meðal annars svokölluð [[w:en:Cytokine|"cytokines"]] sem eru prótein sem koma af stað og virkja [[w:en:immune system|ónæmiskerfið]]. [[w:en:basophil granulocyte|Basafruma]] flytur [[w:en:Histamine|histamín]] og önnur prótein ónæmiskerfisins um blóðrásina en histamín er eitt lykilefnið í ónæmissvari líkamans, basafrumur gegna því stóru hlutverki í [[w:en:Inflammation|bólgusvari]].
 
== Hnattkjarna átfrumur. ==