„Afbrotafræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 13:
Eitt sinn þegar Lombroso var að kryfja lík ofbeldisfulls afbrotamanns, tók hann eftir óvenjulegri dæld í höfuðkúpunni, svipað og finnst meðal nagdýra, fugla og frumstæðari apa. Þessi uppgötvun lagði grunninn að kenningu hans um líffræðilegan mun afbrotamanna og annarra. Hann hélt því fram að einstaklingar þróist mismunandi líffræðilega séð. Sum einkenni, eins og höfuðkúpudældin sem hann hafði uppgötvað, taldi hann þýða afturhvarf til frumstæðari manngerðar. Lombroso flokkaði einstaklinga með slíkt líffræðilegt afturhvarf sem „fædda afbrotamenn”.
 
[[Image:Dissection tools.jpg|200 px]] [[Image:Darwin_ape.jpg‎|200 px]]
 
Á tímum Lombrosos var áhrifa þróunarkenningar Darwins farið að gæta og samkvæmt henni tók líkamsgerð einstaklinga breytingum með þróuninni og einstaklingarnir urðu sífellt flóknari. Þessi kenning studdi þá trú Lombrosos að afbrotamenn, í samanburði við þá sem ekki fremja afbrot, væru ekki einungis frábrugðnir líkamlega séð heldur væru þeir líkamlega óæðri. Hann taldi þá ekki hafa þróast eins og aðra menn. Einnig hélt Lombroso því fram að hann gæti greint á milli tegunda afbrotamanna. Hann taldi sig hafa komist að leið til þess að greina milli afbrotamanna með því að skoða líkamleg einkenni þeirra.
 
[[Image:Darwin_ape.jpg‎|200 px]]
 
Hann líkti afbrotamönnum við villidýr, það varð að hamla báðum frá því að stofna öðrum í hættu. En hann taldi svo til algjörlega ógerlegt að bæta afbrotamenn. Einnig var hann á móti stuttum fangelsisdómum. Hann hélt því fram að fangavist gerði afbrotamenn ekki að „betri” mönnum, heldur kæmu þeir verr út en þegar þeir fóru inn. Því afbrotamenn myndu einungis læra af öðrum afbrotamönnum. Hann hafði meiri trú á innilokun afbrotamanna á eigin heimilum, lagalegum áminningum, sektum, vinnuþrælkun án fangavistar og líkamlegum hegningum. Hann var talsmaður skilorðsbundinna dóma og taldi að einungis ætti að nota dauðarefsingu sem síðasta úrræði. Hann taldi rétt að fórnarlömb afbrota fengju skaðabætur og lagði mikla áherslu á það sem hægt væri að gera til að fyrirbyggja afbrot.