„Afbrotafræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 21:
Hann líkti afbrotamönnum við villidýr, það varð að hamla báðum frá því að stofna öðrum í hættu. En hann taldi svo til algjörlega ógerlegt að bæta afbrotamenn. Einnig var hann á móti stuttum fangelsisdómum. Hann hélt því fram að fangavist gerði afbrotamenn ekki að „betri” mönnum, heldur kæmu þeir verr út en þegar þeir fóru inn. Því afbrotamenn myndu einungis læra af öðrum afbrotamönnum. Hann hafði meiri trú á innilokun afbrotamanna á eigin heimilum, lagalegum áminningum, sektum, vinnuþrælkun án fangavistar og líkamlegum hegningum. Hann var talsmaður skilorðsbundinna dóma og taldi að einungis ætti að nota dauðarefsingu sem síðasta úrræði. Hann taldi rétt að fórnarlömb afbrota fengju skaðabætur og lagði mikla áherslu á það sem hægt væri að gera til að fyrirbyggja afbrot.
 
Lombroso gerði sér þó grein fyrir því að ekki allir afbrotamenn væru fæddir afbrotamenn heldur gerði hann grein fyrir tveimur öðrum tegundum afbrotamanna, þ.e. "''criminaloid''" og ''geðveikum afbrotamönnum''. Hann skilgreindi ''criminaloid'' sem einstakling sem er knúinn til afbrota sökum heitra tilfinninga sem ásamt öðrum þáttum leiða viðkomandi út í afbrot. ''Geðveiki afbrotamaðurinn'' er sá sem þjáist af flogaveiki eða geðrænum kvillum og hann, ásamt andlega vanþroskuðum einstaklingum, á ekki heima í samfélaginu. Eins og fæddu afbrotamennirnir þá geta geðveikir afbrotamenn ekki stjórnað eigin hegðun, en hann taldi ekki eins mikla skömm af geðveikum afbrotamönnum eins og af þeim sem fæðast afbrotamenn.
 
== Líkamleg einkenni ==