„Köngulær á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Valagaut (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Valagaut (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 59:
Voðköngulær (Linyphiidae) (61 tegund)
Þetta er langstærsta ætt köngulóa hér á landi, þær eru mun smávaxnari en aðrar köngulóartegundir og yfirleitt ber lítið á þeim. Á haustin skríða þær upp í strá eða greinar og spinna langan þráð sem vindurinn grípur svo með könguló og öllu og feykir þeim þannig til nýrra heimkynna. Það þótti boða harðan vetur ef mikið bar á slíku og kallaðist þetta fyrirbæri vetrarkvíði.
Hnyðjuló (Ceratinella brevipes) er frekar algeng víða um land á láglendi, algengari sunnanlands og finnst oftast í frekar deigum eða blautum gróðurlendum eða í kjarri. Hnubbaló (WalckenareiaWalckenaeria nodosa) er sjaldséð en hefur fundist nokkuð víða á láglendi, sérstaklega sunnannalds og finnst helst í deiglendi og í skógum eða undir steinum í þurrlendi. Brekkuló (Walckenaeria nidipalpisnudipalpis) er frekar algeng víða um land á láglendi, algengari sunnanlands og finnst í deigum eða blautum gróðri en einnig undir steinum og spýtum í þurrlendi. Finuló (Walckenaeria clavicornis) er algeng víða á láglendi og á hálendi og finnst gjarnan undir steinum og spýtum. Flipaló/Hnýfilló (Walckenaeria cuspidata) er mjög sjaldséð en hefur fundist á örfáum stöðum suðvestan- og norðaustanlands finnst þá í deigu eða blautu graslendi eða mosa. Skógaló (Walckenaeria atrotibialis) hefur fundist í Skaftafelli og við Mývatn og finnst í birkiskógi, kjarri go hrísi. Hnúfuló (Entelecara erythropus) hefur fundist á örfáum stöðum mjög dreift um landið og virðist mjög sjaldgæf heldur til í grasi eða mosa. Gamburló (Entelecara media) hefur fundist einu sinni á Íslandi, í Skaftafelli 1962, erlendis finnst hún helst í barrskógum. Buskaló (Hylyphantes graminicola) hefur fundist einu sinni á Barkarstöðum í Fljótshlíð en erlendis heldur hún til í kjarri og ýmsum lággróðri oftast í deiglendi. Krúnuló (Dismodicus bifrons) virðist vera frekar algeng víða á láglendi þar sem hún heldur til í deigum gróðurlendum með hávöxnum gróðri og í skógum. Situr gjarnan á trjám. Roðaló (Gonatium rubens) er algeng um allt land upp í 6- 700 metra hæð bæði í þurru og deigu gróðurlendi. Lænuló (Maso sundevalli) er lítið útbreidd og sjaldgæf hér, hefur þó fundist í nokkru magni við Mývatn, hún er gjarnan í birkiskógum, kjarri og hrísi oft undir steinum. Sléttuló (Silometopus ambiguus) hefur fundist nokkuð víða en þó ekki á austur- eða suðausturlandi, er frekar sjaldséð, virðist bundin við láglendi þar sem hún finnst nær eingöngu í lágvöxnu graslendi. Gáraló (Cnephalocotes obscurus) er frekar sjaldgæf en er þó nokkuð algeng allra syðst á landinu oftast í deigum eða blautum búsvæðum. Svarðló (Tiso aestivus) hefur fundist víða um land bæði á hálendi og láglendi og virðist vera algeng. Hún lifir í yfirborði jarðvegs og grassverði. Gránuló (Tapinocyba pallens) hefur fundist einu sinni í Skaftafelli í rjóðri í birkiskógi. Hlöðuló (Microctenonyx subitaneus) er sjaldséð en lifir í nánum tenguslum við mannabústaði, hefur fundist í gömlu heyi og grasleifum. Haugaló (Thyreosthenius parasiticus) er sjaldséð en lifir í nánum tengslum við mannabústaði, finnst gjarnan í gömlu heyi og safnhaugum, gjarnan í hlöðum. Snoppuló (Savignya frontata) er mjög algeng um allt land á láglendi en sjaldgæf á hálendi. Finnst mjög gjarna undir steinum í mjög fjölbreyttum búsvæðum oftast þó deigum. Algengust í deigu blómlendi og graslendi. Þursaló (Diplocephalus cristatus) er algeng á láglendi um sunnanvert landið en virðist sjaldgæf í öðrum landshlutum. Virðist vera nokkuð hitakær og er algengust í þurru graslendi og finnst gjarnan undir steinum oft í hlíðum mót suðri. Laugaló (Diplocephalus permixtus) er mjög sjaldgæf og hefur einungis fundist þrisvar í nágrenni heitra lauga og hvera og er hér á landi hugsanlega háð jarðhita en hún þolir vel seltu. Holtaló (Scotinotylus evansi) er nokkuð algeng norðanlands og á hálendi en finnst einnig á fleiri stöðum á landinu. Hún heldur sig í grasi, mosa og ýmsum lággróðri og á melum, mjög gjarnan undir steinum. Melaló (Mecynargus borealis) er sjaldséð og hefur einungis fundist á hálendi þar sem hún lifir í efsta lagi jarðvegarins og finnst því sjaldan nema í jarðvegssýnum. Móaló (Mecynargus morulus) hefur fundist nokkuð víða, er sennilega mjög algeng en finnst frekar sjaldan vegna lífshátta, öllu algegari á hálendi. Hún kýs frekar þurr búsvæði þar sem hún lifir gjarnan í efsta lagi jarðvegs og í grassverði. Kembuló (Collinsia homgreniholmgreni) mjög algeng á miðhálendinu og til fjalla og allra nyrst á landinu (Grímsey) en mjög sjaldgæf annarsstaðar þar finnst hún helst á gróskulegum svæðum svo sem í deigum móum, mýrlendi, grasvíði og ýmsum gróðri. Finnst mjög gjarnan undir steinum. Fjallaló (Collinsia spitsbergensis) lifir til jfalla í um og yfir 1000 metra hæð og finnst því sjaldan, virðist vera nokkuð algeng staðbundið, heldur sig í mosa og undir steinum hátt til fjalla. Bjarkarló (Diplocentria bidentata) hefur fundist á örfáum stöðum en mjög dreift um landið, aðallega á láglendi, í birkiskógi og kjarri og í hrísmóum og mýrum, einnig í greniskógum. Álfaló (Wabasso questio) hefur fundist við Mývatn í allmiklum mæli en er mjög staðbundin – heldur sig í frekar deigu kjarrlendi og í frekar þurru graslendi á báðum stöðum var mikill mosi í sverði. Sortuló (Erigone atra) er mjög algeng á láglendi en afar sjaldgæf á hálendi. Þetta er ein algengasta köngulóin á túnum og þó hún finnist í ýmiskonar búsvæðum er hún langalgengust í frekar deigu graslendi, séstaklega í ræktuðum túnum og bithaga. Er einnig algeng í görðum og finnst gjarna á húsveggjum, þolir seltu nokkuð vel. Finnst oft í háloftasvifi og er ein af áðurnefndum tegundum sem mynda vetrarkvíða. Blökkuló (Erigone arctica) er mjög algeng um mestallt landið á láglendi og töluvert upp á hálendi. Hún er á margskonar búsvæðum en finnst þó síst í birkiskógum, kjarri og mýrlendi. Mjög algeng víða í túnum og eining á melum. Þolir seltu vel og finnst í graslendi við sjó. Fitjaló (Erigone longipalpis) finnst oftast í votlendi og er mjög algeng staðbundið á sjávarfitjum á vestanverðu landinu hefur einnig fundist fjarri sjó á láglendi, fjarri sjó er hún algengust í mýrum og dýjum. Hún hefur ekki fundist á austanverðu landinu. Heiðaló (Erigone tirolensis) er ein algengasta tegundin á miðhálendinu, finnst einnig víða til fjalla og stöku sinnum á láglendi. Hún þrífst í deiglendi eða raka undir steinum, algengust á melum og í mossaþembum. Dýjaló (Erigone capra) finnst frekar sjaldan en er útbreidd og stundum nokkuð algeng staðbundið í votlendi t.d. við Mývatn. Finnst bæði á láglendi og nokkuð upp á hálendið. Hún þrífst best í votlendi, einkum í dýjum og mýrum en stöku sinnum í deigu graslendi og á sjávarfitjum. Mýraló (Erigone psychrophila) er staðbundin en getur verið mjög algeng í votlendi á hálendi, finnst stöku sinnum á láglendi. Hún er algengust í mýrum, dýjum og engjum. Finnst einnig einstöku sinnum á sjávarfitjum en sjaldan í mýrlendi á láglendi. Auðnuló (Latithorax faustus) hefur fundist víða og virðist vera mjög algeng, hún hefur fundist allt upp í 700 m. hæð og er sennilega víða í gróðurvinjum á hálendi. Hún finnst oftast í deigum eða blautum búsvæðum, virðist þó algeng í hrís- og runnamýrum og í kjarri og birkiskógum. Ljósaló (Islandiana pricepsprinceps) er víða á hálendinu en lítið á láglendi, hún finnst sjaldan í miklum fjölda og verður að teljast frekar sjaldgæf. Hún finnst oftast á frekar gróðurrýrum svæðum, gjarnan undir steinum á melum og á heiðum. Skurðaló (Leptorhoptrum robustum) er mjög algeng um mestallt land á láglendi og upp í 6-700 m. hæð. Finnst nánast alltaf í deiglendi og er hún mjög algeng í graslendi í skurðum og á árbökkum og einnig fitjum. Einnig algeng í ýmiskonar mýrlendi, oft nærri heitum laugum, sennilega vegna rakans frekar en hitans. Hnokkaló (Drepanotylus uncatus) er mjög sjaldséð, líklega vegna lífshátta, hefur aðeins fundist á láglendi þar sem hún finnst helst í deiglendi, mýrum og engjum og í raka undir steinum. Hæruló (Leptothrix hardyi) er algeng á láglendi víða um landið þar sem hún finnst gjarnan í sendnum búsvæðum, bæði þurrum og blautum, einnig algeng í grasmóum. Freraló (Hilaira frigida) er algeng um mestallt landið bæði á láglendi og hálendi, mun algengari á hálendi og er ein algengasta hálendistegundin. Finnst í við margskonar skilyrði en oftast þó undir steinum, algengust í deiglendi en finnst þó einnig í þurrlendi og er bæði í gróðursælu og gróðurrýru landi. Fjöruló (Halorates reprobus) hefur fundist við strendur á nokkrum stöðum í kringum landið. Finnst eingöngu í sjávarfjörum og er algengust neðst á fitjum og niður í miðja fjöru. Bleikjuló (Ostearius melanopygius) heufrhefur fundist tvívegis hér á landi í og við gróðurhús sunnanlands. Brekaló (Porrhomma convexum) er útbreidd en frekar sjaldséð. Finnst bæði á láglendi og hálendi við ýmiskonar aðstæður oftast við á frekar deigum stöðum svo sem undir steinum á árbökkum og á melum og í mosa, grasi og í gróðurleifum á skógarbotni. Hulduló (Porrhomma ablitumoblitum) hefur fundist einu sinni á Möðruvöllum í Kjós. Erlendis finnst tegundin á árbökkum og bökkum vatna á láglendi. Syrtuló (Porrhomma hebescens) hefur fundist nokkuð víða á láglendi og hálendi en hvergi í miklum fjölda. Finnst gjarnan undir steinum í deigum eða frekar þurrum gróðri, sérstaklega í graslendi eða mosaþembu en einnig þar sem gróðurþekja er lítil. Buraló (Agyneta decora) finnst víða um land á láglendi en hefur einnig fundist í Þjórsárverum í um 500 m. hæð. Er frekar algeng og finnst aðallega í deigu eða frekar þurru landi, gjarnan í gróðri þar sem mikill mosi er. Finnst undir spýtum og steinum. Mosaló (Agyneta similis) er nokkuð algeng og finnst víða á láglendi og eitthvað upp á hálendið. Er algengust í þurrum eða frekar þurrum lággróðri, gjarnan þar sem mosi er þéttur. Urðaló (Agyneta nigripes) er algeng bæði á láglendi og hálendi a.m.k. upp í 1200 m. hæð. Finnst helst á melum og sendnum ströndum sjávar og vatna og öðrum gróðurstrjálum svæðum t.d. nærri skriðjöklum, á áreyrum og víðar þar sem gróður hefur ekki numið land að fullu. Putaló (Maro lehtineni) hefur fundist einu sinni við Ytri-Sólheima, erlendis finnst hún í mosa á skógarbotnum og í ýmsum deiglendum gróðri, íslenska eintakið fannst í röku blómlendi. Nóraló (Maro minutus) er frekar sjaldgæf og hefur aðeins fundist á láglendi sunnanlands þar sem hún finnst gjarnan í mosa og jurtaleifum á skógarbotnum eða í kjarri. Einnig þar sem mosi er þéttur í sverði. Húmaló (Centromerus prudens) er sjaldséð hefur fundist á láglendi í Suðursveit en þar fyrir utan bara allra syðst á landinu og í Vestmannaeyjum. Hún þrífst í hávöxnum, gróskumiklum gróðri svo sem í hvannastóði, háliðagrasi og hávöxnu blómlendi. Hjarnló (Centromerita bicolor) fannst fyrst í Heimaey en hefur síðan fundist sunnan- og suðvestanlands og er mjög algeng þar. Finnst við mjög fjölbreytilegar aðstæður en er þó einna algengust í deigu graslendi, gjarnan á bökkum skurða og tjarna og í trjálundum, kjarri og birkiskógum. Hún er einnig mjög algeng í görðum gjarnan við húsveggi eða aðra hitagjafa. Drangaló (Saaristoa abnormis) hefur einungis fundist á litlum bletti í Drangshlíð undir Eyjafjöllum í gróskulegum gróðri í hlíð móti suðri. Væðuló (Bathyphantes gracilis) fannst fyrst við Mývatn og virðist vera þar nokkuð algeng, hefur síðan fundist nokkuð víða, hún er algengust í deiglendi eða votlendi sérstaklega í blautum skurðum og á skurðbökkum. Snæló (Bolyphantes index) er nokkuð algeng víða um landið á láglendi og upp á hálendi þar sem kjarr er að finna. Er gjarnan í gróskumiklum gróðri í þurrum eða deigum jarðvegi. Hún gerir sér gjarnan vef í snjó að vetrarlagi. Kompuló (Lepthyphantes leprosus) er algeng víðat hvar á byggðu bóli, er nátengd mannabústöðum og virðist sækja nokkuð í raka. Finnst í íbúðarhúsum en er líka algeng í gripahúsum og í gömlum torfbæjum. Finnst einnig stöku sinnum utanhúss nærri byggð. Flákaló (Lepthyphantes zimmermanni) er algeng á láglendi um allt land, aðallega neðan við 300 m. hæð. Hún er algengust í graslendi, sérstaklega hávöxnu og deigu, gjarnan á bökkum skurða. Finnst oft undir steinum og spýtum. Randaló (Lepthyphantes mengei) er mjög algeng um allt land á láglendi, sérstaklega í hrísmóum, deigum hrísmýrum, kjarri og birkiskógi. Finnst oft undir steinum og spýtum. Doðaló (Lepthyphantes pallidus) er mjög sjaldgæf, hefur aðeins fundist á stöku stað í Skaftafellssýslum í deiglendi eða skógi gjarnan undir steinum. Ranaló (Lepthyphantes complicatus) er nokkuð algeng bæði á láglendi og hálendi, hefur fundist í grasmóa, deigu graslendi, þurrkuðum mýrum, mosaþembu og í kjarri og skógum. Mjög gjarnan undir steinum og spýtum. Burstaló (Allomengea scopigera) er mjög algeng um allt land á láglendi, sérstaklega við ströndina en finnst ekki á hálendi. Finnst aðallega á bökkum fljóta, vatna, skurða og sjávar – mjög algeng á sjávarfitjum. Einnig algeng á jöðrum votlendis og í deigu kjarri en sjaldséðari í þurrari gróðri.
 
== Heimildir ==
Guðmundur Halldórsson, Oddur Sigurðsson og Erling Ólafsson. 2002. ''Dulin Veröld: Smádýr á Íslandi''. Reykjavík: Mál og mynd.
 
Hrefna Sigurjónsdóttir og Sólrún Harðardóttir. 1993. ''Köngulær: námsefni í líffræði fyrir 8. – 10. bekk.'' Reykjavík: Kennaraháskóli Íslands.
 
Hurd, Dean. 1999. ''Lifandi veröld.'' Reykjavík: Námsgagnastofnun.
 
Ingi Agnarsson. 1996. ''Íslenskar köngulær.'' Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.
 
''Pöddur: Skordýr og áttfætlur''. 1989. Reykjavík: Landvernd.