„Beatrix Potter“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 14:
Þegar Potter komst á unglingsárin gerðu foreldrar hennar hana að ráðskonu hjá sér og drógu úr henni allan kjark til að mennta sig frekar. Frá fimmtán ára aldri fram yfir þrítugt skrifaði hún um daglegt líf sitt í dagbók með sérstöku dulmáli (sem ekki tókst að ráða í fyrr en áratugum eftir andlát hennar).
 
Frændi hennar reyndi að koma henni að sem nemanda við [[w:en:Royal Botanic Gardens, Kew|Royal Botanical Gardens]] skólann í Kew en henni var hafnað vegna þess að hún var kona. Potter varð síðar ein af þeim fyrstu til að benda á að [[w:fléttur|fléttur]] (e.[[w:en:lichens|lichens]]) séu í raun samband [[w:sveppur|sveppa]] (e.[[w:en:fungi|fungi]]) og [[w:þörungur|þörunga]] (e.[[w:en:algae|algae]]). <ref>http://www.sciencemusings.com/2006/10/sharp-and-half-sharp_29.html</ref> Þar sem að á þessum tíma var einungis hægt að skrásetja örsmáar myndir með því að mála þær, gerði Potter fjölmargar teikningar af fléttum og sveppum. Niðurstöður athuganna hennar leiddu til þess að hún naut virðingar víða á Englandi sem reyndur [[w:sveppafræðingur|sveppafræðingur]]. Hún lærði einnig um spírun [[w:gró|gróa]] og lífsferil sveppa. Nákvæmar [[w:vatnslitamyndir|vatnslitamyndir]] Potters af sveppum, sem voru um 270 talsins árið 1901, eru geymdar í [[w:en:Armitt Library|Armitt Library]] safninu í [[w:en:Ambleside|Ambleside]].
 
Árið 1897 kynnti frændi hennar, Sir [[w:en:Henry Enfield Roscoe|Henry Enfield Roscoe]], ritgerð hennar um spírun gróa fyrir [[w:en:Linnean Society|Linnean Society]], þar sem konum var meinaður aðgangur að fundum. (Árið 1997 gaf félagið út opinbera afsökunarbeiðni vegna framkomu þess gagnvart Potter). The [[w:en:Royal Society|Royal Society]] hafnaði einnig beiðni hennar um að gefa út eina af ritgerðum hennar.