„Beatrix Potter“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 25:
 
=== Efri ár ===
Eftir andlát Warnes, keypti Potter sveitabýlið [[w:en:Hill Top, Cumbria|Hill Top Farm]] í þorpinu [[w:en:Near Sawrey|Sawrey]],[[w:en:Cumbria|Cumbria]] í Lake District héraðinu. Hún elskaði landslagið og heimsótti býlið eins oft og hún gat. Vegna fastra ritlauna fyrir bækur sínar gat hún keypt landskika með aðstoð lögfræðingsins William Heelis. Árið 1913 þegar Potter var 47 ára giftist hún Heelis og fluttu þau á sveitabýlið til frambúðar. Í sumum af vinsælustu verkum Potters má sjá myndir af sveitabýlinu [[w:en:Hill Top Farm|Hill Top Farm]] og þorpið. Þau hjónin áttu engin börn en býlið var iðandi af dýralífi, s.s. hundum, köttum og einnig áttu þau broddgöltinn “Frú Tiggywinkle”.
 
Þegar Potter fluttist í Lake District sýsluna fékk hún áhuga á að rækta og sýna vissa tegund af rollum. Hún varð virtur bóndi, dómari á landbúnaðarsýningum í sveitinni og forseti Herdwick Sheep Breeders’ Association félagsins. Þegar foreldrar Potters létust notaði hún arfinn sinn til að kaupa fleyri býli og landsvæði. Eftir nokkur ár fluttu Potter og Heelis inn í þorpið [[w:en:Sawrey|Sawrey]] og í Castle Cottage þar sem börn bæjarins þekktu hana fyrir geðilla framkomu hennar og kölluðu hana “Auld Mother Heelis”. <ref>http://www.bbc.co.uk/dna/h2g2/A642151</ref>
 
[[Mynd:Potter1.jpg]]