„Beatrix Potter“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 4:
 
== Ævisaga ==
Beatrix Potter fæddist í [[Kensington]], [[London]] árið 1866. Á bernskuárum sínum hlaut hún kennslu heima við og fékk sjaldan tækifæri til að hitta önnur börn. Yngri bróðir hennar, Bertram, var lítið heima þar sem hann var sendur í [[w:heimavistarskóli|heimavistarskóla]] og var Beatrix því mest ein ásamt gæludýrunum sínum. Hún átti froska, salamöndrur, tvær kanínur og jafnvel leðurblöku. Önnur kanínan hennar hét Benjamín og þótti Potter hann vera ófyrirleitinn og hortugur. Hina kanínuna sína kallaði hún Pétur og tók hún hann með sér hvert sem hún fór. Potter fylgdist með þessum dýrum tímunum saman og rissaði myndir af þeim á blað. Með tímanum urðu myndirnar æ betri og þróuðust þannig listrænir hæfileikar hennar frá unga aldri.
 
Faðir Potters, Rupert William Potter (1832-1914), var menntaður [[w:hæstaréttarlögmaður|hæstaréttarlögmaður]] en eyddi flestum stundum sínum í klúbbi fyrir herramenn og vann mjög lítið. Móðir hennar, Helen Potter née Leech (1839-1932), var dóttir bómullarkaupmanns og gerði lítið annað en að heimsækja fólk og taka sjálf á móti gestum. Fjölskyldan lifði að mestu á tekjum úr arfi beggja foreldra.
 
Á hverju sumri leigði Rupert Potter hús í sveitinni, fyrst Dalguise House í [[Perthshire]] í [[Scotland|Skotlandi]] á árunum 1871-1881 <ref>http://www.geo.ed.ac.uk/scotgaz/towns/townfirst1277.html</ref> og síðar annað hús í [[Lake District]] héraðinu í Englandi. Árið 1882 hitti fjölskyldan prestinn á staðnum, [[Hardwicke Rawnsley|Canon Hardwicke Rawnsley]], sem hafði miklar áhyggjur af afleiðingum iðnaðar og [[w:ferðaþjónusta|ferðaþjónustu]] í Lake District héraðinu. Hann stofnaði síðar [[w:náttúruvernd|náttúruvernd]]arráðið [[National Trust for Places of Historic Interest or Natural Beauty|National Trust]] árið 1895 til að stuðla að varðveislu sveitarinnar. Beatrix Potter varð strax hugfangin af stórskornum fjöllunum og dimmum stöðuvötnunum og fyrir tilstuðlan Rawnsleys lærði hún mikilvægi þess að reyna að varðveita náttúruna, eitthvað sem fyldi henni alla tíð.