„Vitar á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Tomavilb (spjall | framlög)
Tomavilb (spjall | framlög)
Lína 20:
 
== Vitavæðing ==
[[Mynd:Malarrifsviti.jpg|thumb|200px|left|Malarrifsviti]]
Árið 1908 voru komnir vitar í alla landsfjórðunga og nokkrir litlir innsiglingarvitar hér og þar um landið. Hæðir og lægðir voru í byggingu vita næstu áratugina, aðallega vegna peningaskorts, stríðs og fleira. Á afskekktustu stöðunum voru reist íbúðarhús fyrir vitaverðina og þeirra fjölskyldur, annars var þeirra gætt af næstu bæjum. Með fjölgun vitanna var gert út sérstakt vitaskip sem sá um að þjónusta vitana. Með tilkomu Veðurstofu Íslanda urðu vitaverðir fastir veðurathugunarmenn og drýgði það aðeins tekjur þeirra en krafðist líka mikillar yfirlegu og nákvæmni. Um þarsíðustu aldamót voru vitarnir 5 að tölu en uppbyggingu vitakerfisins lauk með byggingu Hrollaugseyjavita árið 1954 en þá var ljósvitahringnum um landið lokað. Í dag er fjöldi ljósvita við strendur landsins alls 104. Í dag fá flestir ljósvitaanna 104 orku sína frá rafmagni, samveitum, eða rafgeymum. Sólarorkan sér um að knýja 41 vita. Hvaleyrarviti í Hvalfirði er eini vitinn sem enn er með gasljósi. Starfsmenn Siglingarstofnunar sinna viðhaldi vitanna og baujanna fyrir utan innsiglingar og hafnarvita sem eru í eigu og umsjón sveitarfélaga. Öryggishlutverki vitanna má skipta í þrennt. Þeir leiðbeina um staðsetningu, vara við siglingahættum og vísa leið inn á hafnir og skipalægi.