„Glerskurður, glerbræðsla“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bragjoha (spjall | framlög)
Bragjoha (spjall | framlög)
Lína 4:
 
== Glerskurður, ==
'''1. Þrif glers.'''
Til að auka endingu á biti hnífa borgar sig að þrífa glerið áður en hafist er handa. Við þrifin koma þá jafnvel strax fram gallar í glerinu. Rauðspritt, blandað 1-8 í vatn, hefur reynst mjög góð leið til að afmá flest óhreinindi af gleri.
'''2. Olía.'''
Hún hjálpar til við skurðinn og eykur endingu bitsins í hnífnum. Hnífar fagmanna eru jafnan sjálfsmyrjanlegir, með útskiptanlegum hnífshausum.
'''3. Góður beinn skurður.'''
Galdurinn á bak við góðan skurð er að halda hnífnum beinum, (nálægt 90° á glerflötinn), þrýsta honum þétt á glerið þannig að það syngi í glerinu þegar hann er dreginn að sér. - Ef það brakar, þá er þrýst of fast, eða bit hnífsins orðið lélegt. Flestir nota skurðarborð með landi sem hnífurinn er dreginn meðfram. Galdurinn er æfing, æfing og æfing.
'''4. Fríhendisskurður, eða skurður eftir línum.'''
Þá er gott að skera í áttina frá sér. Þannig reynist mun auðveldara að fylgja línum en um leið þarf að vanda sig betur við að halda hnífnum beinum.