„Heimaey“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Maggimatt (spjall | framlög)
Maggimatt (spjall | framlög)
Lína 69:
Bæjarstjórn Vestmannaeyja ákvað um nóttina, að af öryggisástæðum skyldi flytja alla bæjarbúa til lands nema þá, sem hefðu skyldustörfum að gegna, enda gat svo farið, að innsiglingin lokaðist, ef gossprungan lengdist til norðurs, og eins gæti flugvöllurinn lokast ef hún lengdist til suðurs. Flugvélar fluttu um nóttina um 300 manns til Reykjavíkur, einkum sjúka og aldraða.
 
Upp úr kl.4 um nóttina tók [[w:Ríkisútvarpið|Ríkisútvarpið]] að útvarpa tilkynningum og fréttum af gosinu. Telja má að um 5000 manns hafi verið flutt frá Heimaey fyrstu gosnóttina, langflestir með bátum. Flutningarnir gengu vel og slysalaust. Kom það einkum til af því að veður var eins hagstætt um nóttina og hugsast gat og eins það, að fólk var rólegt þrátt fyrir ósköpin sem yfir gengu.
 
Að morgni þriðjudagsins 23.janúar var því þeim björgunaraðgerðum lokið, sem mestu máli skiptu, og íbúar Vestmannaeyja sloppnir heilir á húfi burtu frá mestu hættu, sem steðjað hefur að íbúum þéttbýlis á Íslandi. Eftir voru í Eyjum 200-300 manns til að sinna þeim verkum, sem varð að vinna.