„Vinnuvistfræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thelma Hrund (spjall | framlög)
Thelma Hrund (spjall | framlög)
Lína 48:
 
== Streita ==
Streita myndast þegar við upplifum hættu hvort sem hún er raunveruleg eða ekki. Líkaminn undirbýr sig til bardaga eða flótta. Streitan gagnast okkur ef hættu ástandið er raunverulegt og streitan fær eðlilega útrás. Ef viðbragðið verður viðvarandi og fær ekki eðlilega útrás getur það farið að hafa neikvæð áhrif á heilsu okkar almennt.
 
----
 
Ingólfur Sveinsson læknir setti fram mælikvarða á streituástand sem er í sex stigum:
 
'''1. stig:''' ''Vægt streituástand.'' Unnið í kappi við tímann. Meiri afköst en venjuleg. Það getur orðið ávani að vinna í tímaþröng.
 
'''2. stig:''' ''Líkamleg einkenni koma í ljós.'' Þreyta, vöðvaspenna, verkir, meltingartruflanir og hjartsláttarónot.
 
'''3. stig:''' ''Þreytan verður áberandi.'' Meiri meltingartruflanir og meiri vöðvaspenna. Svimi og svefntruflanir.
 
'''4. stig:''' ''Verkkvíði og vondir draumar.'' Erfitt að komast í gegnum daginn. Samskiptaerfiðleikar, Vondir draumar vekja snemma nætur.
 
'''5. stig:''' ''Lamandi þreyta og kvíði.'' Mikil og stjöðug þreyta. Kvíði leiðir til þunglyndis. Hægðatruflanir. Sviti dag og nótt.
 
'''6 stig:''' ''Ógnvekjandi einkenni.'' Þungur hjartsláttur og angistartilfinning. Lofthungur. Skjálfti, sviti og dofi. Ofsakvíði.
 
----
 
 
Í nútíma samfélagi hafa steituvaldarnir breyst. Ekki er lengur um að ræða ógnir eins og rándýr þar sem menn börðust eða flýðu upp á líf og dauða. Í dag eru helstu steituvaldar lífshættir og venjur, breytingar á lífsháttum, umhverfið og þjóðfélagsbreytingar. Við eigum að geta allt og það samtímis vinna, vera í námi, ala upp börn, vinna að framanum, eiga tipp topp heimili, vera í ræktinni, helst í einhverjum klúbbum og sinna góðgerða málefnum. Stöðug pressa sem aldrei tekur enda og gerir okkur erfitt fyrir að losa um steituna á eðlilegan hátt.
Til að ná tökum á steitunni er mikilvægt að vera meðvitaður og tileinka sér heilbrigða lífhætti og venjur. Borða hollan mat, fá góðan nærandi svefn, fá útrás fyri streytuna og stunda reglulega hreyfingu og teygjur, stunda slökun, setja sér raunhæf markmið og ná góðri stjórn á því sem við getum stjórnað.
 
== Vinnuumhverfið ==