„Vinnuvistfræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
 
Í þessari wikibók verður fræðsla um vinnuvistfræði. Vinnuvistfræði er samspil mannsins og þeirra umhverfisþátta sem geta haft áhrif á heilsufar hans, jafnt líkamlega og andlega líðan. Þetta námsefni er ætlað nemendum í efri bekkjum grunnskóla og á framhaldsskólastigi. Markmiðið með námsefninu er að gera nemendur meðvitaða um mikilvægi góðrar líkamsbeitingar og þess að hafa áhrif á það umhverfi sem þeir vinna í sér til hagsbóta.
 
 
== Vinnuvistfræði ==
Vinnuvistfræði gengur út á samspil mannsins og umhverfisins þar sem markmiðið er að einstaklingnum líði sem best við iðju sína. Vinnuvistfræði spannar vítt svið og er nálgunin heildræn þar sem horft er á samspil margra þátta s.s. líkamlegra, vitrænna, félagslegra og umhverfissins. Vinnuvistfræði á við um allt sem við tökum okkur fyrir hendur hvort sem það er vinna, nám, heimilisstörf, áhugamál, íþróttir eða annað.
 
 
== Hugtakið ==
Hugtakið Vinnuvistfræði er á ensku [[ergonomics]] og er samsett úr grísku orðunum ''ergon'' [vinna] og ''nomos'' [náttúrulögmál]. Það var pólski líffræðingurinn [[Wojciech Jastrzębowski]] sem er höfundur hugtaksins og setti það fyrst fram í grein sem birt var árið 1857.
 
 
== Líkaminn ==
Það er mikilvægt að þekkja aðeins til líkamans ef maður ætlar að reyna að beita honum sem best.
 
----
 
'''Hryggurinn'''
 
Í daglegu amstri mæðir mikið á hryggnum og því er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvernig hann virkar. það getur verið gott að sjá hann fyrir sér í fjórum hlutum.
-Hálshrygg/Háls
-Brjósthrygg/Brjóstbak
-Mjóhrygg/Mjóbak/Lendhrygg
-Spjaldhrygg og rófubein
Efstu þrír hlutar hryggjarins eru hreyfanlegir og samanstanda af 24 hryggjarliðum sem raðast hver ofan á annan. Á milli þeirra eru liðþófar, sem hjálpa til við að gera hrygginn hreyfanlegan.
 
'''Liðþófar'''
 
Á milli hryggjaliðanna eru liðþófar, sem hjálpa til við að gera hrygginn hreyfanlegan. Liðþófarnir eru eins og trefjapokar sem eru fullir af geli. Þeir hafa mjög takmarkaða blóðrás, aðeins í ysta lagi sínu. Þess vegna gróa þeir illa eða ekki ef þeir laskast. Liðþófarnir fá næringarefni sín og losna við úrgangsefnin með vökvanum sem fer inn og út úr þeim. Á daginn þegar við stöndum, sitjum, göngum og hreyfum okkur í lóðréttri/uppréttri stöðu, þá kemur þunginn á liðþófana og vegna þrýstingsins sem þá myndast þrýstist vökvinn út úr liðþófunum. Þegar við léttum þunganum af hryggjarliðunum t.d. með því að liggjast út af þá flæðir vökvi inn í þá aftur. Af þessum sökum getur munað um 2 sm. á hæð okkar kvölds og morgna.
 
'''Liðbönd'''
 
Liðbönd tengja hryggjarliðina saman. Vöðvarnir festast á hrygginn og styðja þannig við hann, en aðalhlutverk þeirra er að hreyfa hrygginn eða halda honum kyrrum. Þetta gera þeir með því að spennast og slakna á víxl.
 
== FyrirsagnartextiGóð líkamsbeiting ==
Það má segja að góð líkamsbeiting sé það að nota líkamann í jafnvægi.
Þá eru vöðvarnir í innbyrgðis jafnvægi og vöðvaspenna er tiltölulega lág. Dæmi tölvuvinna: Mikilvægt að sitja við tölvuna í réttri hæð, þannig að vöðvarnir séu í sem minnstri spennu, en ekki lágt þannig að axlir eru upp við eyru og herðavöðvar í stöðugri spennu.
Það sem við græðum á réttri líkamsbeitingu er betri orkunýting yfir daginn og minni orka fer í óþarfa vöðvavinnu. Við höfum betra úthald og aukið þol til að takast á við dagleg störf. Allar hreyfingar verða auðveldari. Við vinnum gegn sliti og verkjum og minni líkur eru á því að verkir aukist við átök.
 
 
== Hreyfivinna vs. Stöðuvinnu ==
 
Við hreyfivinnu spennast vöðvar og slaknast til skipptist. Við það eykst blóðþörf vöðvanna og jafnframt blóðstreymi. Ef álagið er hæfilegt er hægt að vinna lengi við slíkar aðstæður, án þess að þreytast eða að fá verki. Við stöðuvinnu eru vöðvar síspenntir og blóðþörfin eykst. Við spennuna þrengir að æðum, blóðstreymi til vöðvanna minnkar og fullnægir því ekki blóðþörfinni. Síspenna vöðva leiðir þess vegna fljótt til þreytu, verkja og jafnvel vöðvagigtar.
 
 
== Streita ==
 
 
 
 
== Umhverfið ==
 
 
 
 
== FyrirsagnartextiHeimildir ==