„Hollusta Sjávardýrafitu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Heidpalm (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Heidpalm (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 30:
== Bætiefni í fiski ==
 
Fiskur er næringarrík fæða. Hann er t.d. auðugur af snefilefnunum selen og joði[[w:joð|joð]]. Joð er m.a. mikilvægt efni fyrir eðlilega starfsemi skjaldkirtils. Afleiðingar joðskorts er stækkun skjaldkirtils en það er hörgulsjúkdómur sem enn er vel þekktur meðal nágrannaþjóða okkar. Afleiðingarnar eru ofvaxinn skjaldkirtill. Selen er mikilvægt varnarefni í líkamanum og vinnur náið með E-vítamíni sem einnig er mikilvægt varnarefni. Þessi efni hindra þránun/öldrun og geta þannig komið í veg fyrir óæskileg efnahvörf sem stuðla að myndun hvarfgjarna efna og geta verið upphaf að myndun krabbameinsvaldandi efna. Í feitum fiski er einnig að finna töluvert af D-vítamíni. D-vítamín hefur mörg mikilvæg hlutverk í líkamanum en eitt af þeim er að stuðla að nýtingu kalks og þannig draga úr líkum á beinþynningu. Kalk er ekki í miklu magni í fiski nema þeim sem neytt er með beinum eins og t.d. í sardínum en úr þeim fáum við mikið magn af kalki auk D-vítamíns svo framarlega sem beingarðurinn sé borðaður líka.