Breakout EDU

Nuvola apps important.svg Lagt hefur verið til að þessari síðu/skrá verði eytt af eftirfarandi ástæðu: Advertising material

Ef þú ert andvígur eyðingu síðunnar, vinsamlegast láttu vita á spjallsíðunni og taktu fram hvers vegna.

Stafrænn lásaleikurBreyta

Stafrænn lásaleikur svipar til "escape" leikja. Nemendur standa frammi fyrir vanda sem þeir þurfa að leysa með því að ráða fram úr vísbendingum í sameiningu og ná að opna kassann áður en tíminn rennur út. Breakout er einnig til í stafrænum útfærslum ef kassinn er ekki til staðar eða undirbúningur af skornum skammti.

Af hverju Stafænn lásaleikur?Breyta

Stafrænn lásaleikur er stórskemmtileg viðbót við allar skólastofur eða kennarastofur og hentar öllum á hvaða aldri sem er og í öllum námsgreinum eða áhugasviðum. Hefur mjög góð áhrif á hópinn, eflir samvinnu, samskiptahæfni og þrautseigju ásamt því að efla þrautalausnahugsun og ályktunarhæfni.

Hvernig á að spila Stafrænan lásaleikBreyta

  • leitið að vísbendingum og hlutum sem gætu hjálpað ykkur að finna þær upplýsingar sem þið þurfið til að opna lásana.
  • þú þarft að tala við hópinn um þær hugsanir sem þú ert með, og hugmyndir um lásana. Þú gætir þurft að hugsa út fyrir kassann til þess að opna hann.
  • prófaðu það sem þú heldur að þú vitir! Prófaðu mismunandi aðferðir. Ef þú hefur rangt fyrir þér skaltu hugsa meira og reyna aftur.
  • opnaðu alla lásana, áður en tíminn rennur út til að sigra leikinn.

Fimm leiðir til sigursBreyta

  1. Þið eruð að vinna sem eitt lið.
  1. Því betur sem þið vinnið saman og eigið góð samskipti, því betur gengur þetta.
  1. Ef þú leysir þraut, vertu viss um að hópurinn viti það.
  1. Ræðið saman reglulega um þær upplýsingar sem þið hafið.
  1. Ákveðið sem lið hvenær þið ætlið að nota vísbendingu.

[[ |thumb] thumb

Tenglar á stafræna leikiBreyta

Leikir á íslensku:

Möppuálögin

Fjársjóðsleit

Leikir á ensku:

Hugleiðsla

Snjór

Hrekkjavaka

Týnda uppskriftin

Ástarbréfið

HeimildaskráBreyta

  1. tilvísun [[1]]