Sjósund
Um sjósund
breytaÞessi wikibók fjallar um sjósund og er efni hennar ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum. Markmiðið er að fólk sem hefur áhuga á sjósundi geti leitað sér nauðsynlegra upplýsinga á einum stað. Fjallað verður sérstaklega um sjósundaðstöðuna í Nauthólsvík, ráðleggingar um það sem er gott að hafa í huga fyrir sund, á sundi og eftir sund. Einnig er kafli um vinsæla sjósundstaði umhverfis Ísland. Að lokum má finna nokkrar auðveldar spurningar sem gætu komið að góðum notum og tengil í sjósundaðstöðuna í Nauthólsvík sem birtir hitastig og áætlaðan sjávarhita í rauntíma.
Að mörgu er að huga áður en fólk stingur sér til sunds.[1]
Fyrir sund
breyta- Syntu ekki ein(n).
- Kynntu þér aðstæður, t.d. Strandlengjuna, sjólag, sjávarhita, sjávarföll, vindstyrk og vindátt áður en þú ferð í sjóinn.
- Vertu búin(n) að borða áður en þú ferð í sjóinn.
- Notaðu sundhettu/húfu í áberandi lit.
- Farðu rólega ofan í sjóinn og gefðu líkamanum tíma til að venjast kuldanum.
- Ekki byrja að synda fyrr en þú andar eðlilega.
- Syntu helst í dagsbirtu svo þú sért sýnilegir.
- Ef um kvöldsund er að ræða er mikilvægt að vera nálægt landi því erfitt er að greina sundmenn sem komnir eru frá landi.
Á sundi
breyta- Syntu ekki ein(n).
- Hugsaðu um eigið öryggi.
- Vertu nálægt landi.
- Syntu meðfram ströndinni af öryggisástæðum, straumar geta verið viðsjárverðir.
- Andaðu rólega.
- Fylgist hvert með öðru.
- Talist reglulega við til að fylgjast með líðan og meðvitund.
- Aldrei synda undir ís.
- Óvanir ættu að vera skamma stund í sjónum í fyrstu skipti og vera aðeins með vönu sjósundfólki.
- Hætta á ofkælingu og örmögnun er mikil.
- Ekki taka áhættu – þú þarft að komast til baka á eigin spýtur.
- Hlustaðu á skilaboð líkamans.
- Við ofkælingu leitið til starfsmanna Ylstrandar eða hringið í Neyðarlínu 112.
Eftir sund
breyta- Þurrkaðu þér vel áður en þú klæðir þig í fötin
- Drekktu vatn.
- Borðaðu eitthvað næringarríkt.
- Klæddu þig í hlý föt áður en þú ferð heim.
- Köld húð er auðsærð og þess vegna er rétt að gæta varúðar þegar komið er úr sjónum.
Skemmtilegir sjósundstaðir
breytaYlströndin í Nauthólsvík[2]
Drangsnes, aðstaða með heitum potti
Skerjafjörður, aðstaða með heitum potti
Spurningar að lokum
breyta- Hvar er hægt að stunda sjósund umhverfis Ísland?
- Hvað ber að hafa í huga áður en fólk stingur sér til sunds í sjó?
- Hvers vegna er mikilvægt að fara rólega út í sjóinn?
- Hvert er hægt að hringja lendi maður í vanda?
- Hvar er hægt að finna upplýsingar um ofkælingu?
- Nefndu að minnsta kosti þrjú atriði sem gott er að varast að sundi loknu.
Krossapróf
breyta
Heimildir
breyta- ↑ Steingrímsson, Guðmundur (1. maí 2018). „Hvað er svona frábært við sjósund?“. Úti . Sótt 18. mars 2022.
- ↑ „Ylströndin“. Nauthólsvík . Sótt 18. mars 2022.